BREYTA

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. Inn á milli frétta og greina um þá má einhvers staðar lesa litla frétt um árlegar mótmælaaðgerðir í Chile, en þar minnast menn þess að 11. september 1973 framdi herinn valdarán undir forystu Augusto Pinochets og með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnnar, CIA. Á næstu árum voru a.m.k. 3000 manns drepnir eða hurfu, tugir þúsunda voru fangelsaðir og máttu fjölmargir þeirra þola pyntingar, 30 þúsund flúðu land. Herforingjastjórnin tók síðan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um ríkisstyrkt hryðjuverk undir forystu Bandaríkjanna, Kondór-áætluninni svokölluðu. Þessir tveir atburðir tengja mánaðardaginn 11. september við ofbeldi og skelfingu. En dagurinn á sér einnig bjartari sögu. Fyrir einni öld, 11. september 1906, gerðist það í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að Indverjinn Mahatma Gandhi boðaði til fundar gegn nýjum kynþáttalögum sem beindust gegn Indverjum, Tyrkjum og Aröbum. Á fundinum reis upp gamall múslími, Sheth Habib að nafni, og lýsti því yfir í guðs nafni að hann mundi aldrei hlýða þessum lögum. Gandhi hafði þá um margra ára skeið andæft óréttlætinu með aðferðum friðsamlegrar óhlýðni. Á þessum fundi varð til hin friðsamlega indverska andófshreyfing, sem kennd var við Satyagraha. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við hryðjuverkunum í Bandaríkjunum (hver sem nú að þeim stóð) var að hefja Heimsstríð gegn hryðjuverkum (Global War on Terrorism, skammstafað GWOT), stríð sem hefur valdið dauða tugþúsunda manna, skert mannréttidi og magnað upp hryðjuverkahættuna. Sú hreyfing sem varð til fyrir tilhlutan Mahatma Gandhis og Sheth Habibs í Jóhannesarborg 11. september 1906 hefur hins vegar haft áhrif á fjölmarga baráttumenn sem hafa haft mikil áhrif til góðs án ofbeldis og bjargað lífi eða aukið lífsgæði ótal manna, þótt sumir, svo sem Martin Luther King, hafi sjálfir orðið ofbeldinu að bráð. Nú, í þessum orðum skrifuðum, í hádeginu 11. september, berast fréttir af því að ýmsir ætli að minnast fórnarlamba hryðjuverkanna fyrir 5 árum með einnar mínútu þögn. Gott og vel, en væri ekki ástæða til að minnast allra þeirra sem hafa orðið fórnarlömb ofbeldis, hvort sem það var í New York fyrir fimm árum, í Líbanon nú í sumar, í Írak og Darfur á hverjum degi, eða hvar sem er annars staðar, því að öll mannslíf eru jafn dýrmæt. Það getur hver og einn þagað út af fyrir sig og hugleitt á meðan hvernig megi útrýma ofbeldinu og óréttlætinu, til dæmis með því að fylgja fordæmi Gandhis, Habibs og Kings frekar en Bush og Blairs. Einar Ólafsson Sjá einnig: Chilean coup of 1973 - Wikipedia Kondóráætlunin – Múrinn Remembering the Nonviolent September 11 - Transnational.org

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA verður haldinn sunnudaginn 2. desember nk. í Friðarhúsi. Skipuð hefur verið uppstillingarnefnd sem …

SHA_forsida_top

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu …

SHA_forsida_top

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og …

SHA_forsida_top

Carl Sagan

Carl Sagan

SHA_forsida_top

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

eftir Þórarin Hjartarson Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september. Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna þotudrauma

Ályktun vegna þotudrauma

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vekur athygli á nýlegum fréttum af hollenska fyrirtækinu ECA Programs, sem virðast …

SHA_forsida_top

Merkiskona fellur frá

Merkiskona fellur frá

Systir Anne Montgomery, einhver kunnasta baráttukona bandarískrar friðarhreyfingar, lést á dögunum. Hún tók virkan þátt …

SHA_forsida_top

Heræfingar nyrðra

Heræfingar nyrðra

Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa …

SHA_forsida_top

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga við kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík 9.ágúst 2012. Kertafleyting friðarsinna á …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki …