BREYTA

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. Inn á milli frétta og greina um þá má einhvers staðar lesa litla frétt um árlegar mótmælaaðgerðir í Chile, en þar minnast menn þess að 11. september 1973 framdi herinn valdarán undir forystu Augusto Pinochets og með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnnar, CIA. Á næstu árum voru a.m.k. 3000 manns drepnir eða hurfu, tugir þúsunda voru fangelsaðir og máttu fjölmargir þeirra þola pyntingar, 30 þúsund flúðu land. Herforingjastjórnin tók síðan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um ríkisstyrkt hryðjuverk undir forystu Bandaríkjanna, Kondór-áætluninni svokölluðu. Þessir tveir atburðir tengja mánaðardaginn 11. september við ofbeldi og skelfingu. En dagurinn á sér einnig bjartari sögu. Fyrir einni öld, 11. september 1906, gerðist það í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að Indverjinn Mahatma Gandhi boðaði til fundar gegn nýjum kynþáttalögum sem beindust gegn Indverjum, Tyrkjum og Aröbum. Á fundinum reis upp gamall múslími, Sheth Habib að nafni, og lýsti því yfir í guðs nafni að hann mundi aldrei hlýða þessum lögum. Gandhi hafði þá um margra ára skeið andæft óréttlætinu með aðferðum friðsamlegrar óhlýðni. Á þessum fundi varð til hin friðsamlega indverska andófshreyfing, sem kennd var við Satyagraha. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við hryðjuverkunum í Bandaríkjunum (hver sem nú að þeim stóð) var að hefja Heimsstríð gegn hryðjuverkum (Global War on Terrorism, skammstafað GWOT), stríð sem hefur valdið dauða tugþúsunda manna, skert mannréttidi og magnað upp hryðjuverkahættuna. Sú hreyfing sem varð til fyrir tilhlutan Mahatma Gandhis og Sheth Habibs í Jóhannesarborg 11. september 1906 hefur hins vegar haft áhrif á fjölmarga baráttumenn sem hafa haft mikil áhrif til góðs án ofbeldis og bjargað lífi eða aukið lífsgæði ótal manna, þótt sumir, svo sem Martin Luther King, hafi sjálfir orðið ofbeldinu að bráð. Nú, í þessum orðum skrifuðum, í hádeginu 11. september, berast fréttir af því að ýmsir ætli að minnast fórnarlamba hryðjuverkanna fyrir 5 árum með einnar mínútu þögn. Gott og vel, en væri ekki ástæða til að minnast allra þeirra sem hafa orðið fórnarlömb ofbeldis, hvort sem það var í New York fyrir fimm árum, í Líbanon nú í sumar, í Írak og Darfur á hverjum degi, eða hvar sem er annars staðar, því að öll mannslíf eru jafn dýrmæt. Það getur hver og einn þagað út af fyrir sig og hugleitt á meðan hvernig megi útrýma ofbeldinu og óréttlætinu, til dæmis með því að fylgja fordæmi Gandhis, Habibs og Kings frekar en Bush og Blairs. Einar Ólafsson Sjá einnig: Chilean coup of 1973 - Wikipedia Kondóráætlunin – Múrinn Remembering the Nonviolent September 11 - Transnational.org

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …