BREYTA

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. Inn á milli frétta og greina um þá má einhvers staðar lesa litla frétt um árlegar mótmælaaðgerðir í Chile, en þar minnast menn þess að 11. september 1973 framdi herinn valdarán undir forystu Augusto Pinochets og með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnnar, CIA. Á næstu árum voru a.m.k. 3000 manns drepnir eða hurfu, tugir þúsunda voru fangelsaðir og máttu fjölmargir þeirra þola pyntingar, 30 þúsund flúðu land. Herforingjastjórnin tók síðan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um ríkisstyrkt hryðjuverk undir forystu Bandaríkjanna, Kondór-áætluninni svokölluðu. Þessir tveir atburðir tengja mánaðardaginn 11. september við ofbeldi og skelfingu. En dagurinn á sér einnig bjartari sögu. Fyrir einni öld, 11. september 1906, gerðist það í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að Indverjinn Mahatma Gandhi boðaði til fundar gegn nýjum kynþáttalögum sem beindust gegn Indverjum, Tyrkjum og Aröbum. Á fundinum reis upp gamall múslími, Sheth Habib að nafni, og lýsti því yfir í guðs nafni að hann mundi aldrei hlýða þessum lögum. Gandhi hafði þá um margra ára skeið andæft óréttlætinu með aðferðum friðsamlegrar óhlýðni. Á þessum fundi varð til hin friðsamlega indverska andófshreyfing, sem kennd var við Satyagraha. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við hryðjuverkunum í Bandaríkjunum (hver sem nú að þeim stóð) var að hefja Heimsstríð gegn hryðjuverkum (Global War on Terrorism, skammstafað GWOT), stríð sem hefur valdið dauða tugþúsunda manna, skert mannréttidi og magnað upp hryðjuverkahættuna. Sú hreyfing sem varð til fyrir tilhlutan Mahatma Gandhis og Sheth Habibs í Jóhannesarborg 11. september 1906 hefur hins vegar haft áhrif á fjölmarga baráttumenn sem hafa haft mikil áhrif til góðs án ofbeldis og bjargað lífi eða aukið lífsgæði ótal manna, þótt sumir, svo sem Martin Luther King, hafi sjálfir orðið ofbeldinu að bráð. Nú, í þessum orðum skrifuðum, í hádeginu 11. september, berast fréttir af því að ýmsir ætli að minnast fórnarlamba hryðjuverkanna fyrir 5 árum með einnar mínútu þögn. Gott og vel, en væri ekki ástæða til að minnast allra þeirra sem hafa orðið fórnarlömb ofbeldis, hvort sem það var í New York fyrir fimm árum, í Líbanon nú í sumar, í Írak og Darfur á hverjum degi, eða hvar sem er annars staðar, því að öll mannslíf eru jafn dýrmæt. Það getur hver og einn þagað út af fyrir sig og hugleitt á meðan hvernig megi útrýma ofbeldinu og óréttlætinu, til dæmis með því að fylgja fordæmi Gandhis, Habibs og Kings frekar en Bush og Blairs. Einar Ólafsson Sjá einnig: Chilean coup of 1973 - Wikipedia Kondóráætlunin – Múrinn Remembering the Nonviolent September 11 - Transnational.org

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …