BREYTA

15. mars – stíðinu verður að linna

15mars2008a
    Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Sjá nánar
Tillögur SHA um aðgerðir til að binda endi á hernám Íraks og koma á friði í landinu Samtök hernaðarandstæðinga hafa afhent utanríkisráðherra, utanríkismálanefnd Alþingis og þingflokkum stjórnmálaflokkanna tillögur um aðgerðir til að binda endi á hernám Íraks og koma á friði í landinu. Tillögurnar eru þessar:
  1. Hernáminu verði hætt, allar erlendar hersveitir og málaliðar flutt úr landinu og erlendar herstöðvar lagðar niður. Dregið verði verulega úr stærð og umfangi bandaríska sendiráðsins og erlendir verktakar hverfi á brott.
  2. Írak endurheimti fullveldi sitt og heild landsins verði virt.
  3. Sameinuðu þjóðirnar verði í forsvari fyrir sveitum sem vinni að uppbyggingu friðar í Írak í samvinnu við fjölþjóðleg samtök og stofnanir á svæðinu og víðar. Írakar fái aðstoð við að byggja upp innviði samfélagsins og íbúarnir, einkum börn og ungt fólk, fái aðstoð við að takast á við sálrænar afleiðingar af hörmungum undanfarinna ára.
  4. Skuldir Íraks verði afskrifaðar.
  5. Bætur verði greiddar vegna viðskiptabannsins, innrásarinnar og hernámsins.
  6. Írak og íbúar þess fái full yfirráð yfir olíulindum landsins.
  7. Miðausturlönd verði svæði án gereyðingarvopna.
  8. Sett verði af stað sannleiks- og sáttaferli, þar sem mannréttindabrot verði rannsökuð og upplýst með réttlæti og sættir að leiðarljósi.
  9. Samvinna fólksins, samvinna þjóða. Friðarferlið verði ekki aðeins unnið ofan frá af ríkisstjórnum og alþjóðlegum stofnunum, heldur byggist á samvinnu við almenning og milli þjóða.
  10. Sett verði í gang friðarferli fyrir öll Miðausturlönd.
Nánari greinargerð fylgir hverju lið. Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra verði að draga herlið sín út úr Írak. Ljóst er, hvað sem líður ágreiningi um aðdraganda innrásarinnar, að með henni hefur ekki tekist að stuðla að friðsamlegu samfélagi í Írak. Hernámið er meginorsök þess ófriðarástands sem nú ríkir í landinu. Hins vegar er ólíklegt að óöldin í Írak hætti sjálfkrafa þótt hernáminu ljúki. Því er mikilvægt, um leið og þess er krafist, að hernámi Íraks ljúki, að gerð verði áætlun um leiðir til friðar í framhaldi af því. Slíkar áætlanir hafa verið settar fram að undanförnu, meðal annars af áhrifamiklum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum. Í janúar síðastliðnum gaf friðarstofnunin Transnational Foundation (TFF) í Lundi út tillögur um friðarferli í Írak. Stofnunin hefur verið að kynna þær að undanförnu og hefur Hans von Sponeck, fyrrum yfirmaður hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna í Írak, meðal annarra unnið að þeirri kynningu. Tillögur SHA eru í meginatriðum sniðnar eftir tillögum TFF. Í stefnuyfirlýsingu sinni kvaðst ríkisstjórnin harma stríðsreksturinn þar og vilja leggja sitt á vogarskálar friðar, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbygggingarstarfi. Ísland studdi innrásina í Írak og ber ábyrgð á henni sem og eftirleiknum. Því afhenda Samtök hernaðarandstæðinga ríkisstjórninni tillögur sínar í þeirri von að hún taki þær til skoðunar, frekari vinnslu og framkvæmda. Lagt er til að Ísland hafi frumkvæði að því að setja fram tillögur í þessum anda og leiti eftir samvinnnu við önnur ríki, þar á meða þau ríki sem studdu innrásina en hafa nú annað hvort dregið stuðning sinn til baka eða hætt þátttöku í hernáminu. Tillögurnar í heild eru aðgengilegar hér: Tillögur SHA um aðgerðir til að binda endi á hernám Íraks og koma á friði í landinu

Færslur

SHA_forsida_top

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Grein þessi birtist einnig á vefritinu Smugunni. Komdu sæll Ólafur, Ég skrifa þér til …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Fréttablaðið bauð lesendum sínum upp á ónotalega forsíðufrétt í morgun, miðvikudaginn 17. mars, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 8.mars 2010 …

SHA_forsida_top

Vissir þú...?

Vissir þú...?

Hernaðarbandalagið Nató hefur þá yfirlýstu stefnu að aðildarríki þess skuli verja sem nemur 2% af …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar.

SHA_forsida_top

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

Samtök hernaðarandstæðinga efna til félagsfundar í Friðarhúsi mánudagskvöldið 1. mars n.k. kl. 20. Gestir fundarins …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. febrúar n.k. Um matseldina sér að þessu sinni Björk …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA fundar í Friðarhúsi um rannsókn á Íraksstríðinu.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar

RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Rauðs vettvangs

Aðalfundur Rauðs vettvangs

Rauður vettvangur heldur aðalfund sinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar í Friðarhúsi