BREYTA

15. mars – stíðinu verður að linna

15mars2008a
    Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Sjá nánar
Tillögur SHA um aðgerðir til að binda endi á hernám Íraks og koma á friði í landinu Samtök hernaðarandstæðinga hafa afhent utanríkisráðherra, utanríkismálanefnd Alþingis og þingflokkum stjórnmálaflokkanna tillögur um aðgerðir til að binda endi á hernám Íraks og koma á friði í landinu. Tillögurnar eru þessar:
  1. Hernáminu verði hætt, allar erlendar hersveitir og málaliðar flutt úr landinu og erlendar herstöðvar lagðar niður. Dregið verði verulega úr stærð og umfangi bandaríska sendiráðsins og erlendir verktakar hverfi á brott.
  2. Írak endurheimti fullveldi sitt og heild landsins verði virt.
  3. Sameinuðu þjóðirnar verði í forsvari fyrir sveitum sem vinni að uppbyggingu friðar í Írak í samvinnu við fjölþjóðleg samtök og stofnanir á svæðinu og víðar. Írakar fái aðstoð við að byggja upp innviði samfélagsins og íbúarnir, einkum börn og ungt fólk, fái aðstoð við að takast á við sálrænar afleiðingar af hörmungum undanfarinna ára.
  4. Skuldir Íraks verði afskrifaðar.
  5. Bætur verði greiddar vegna viðskiptabannsins, innrásarinnar og hernámsins.
  6. Írak og íbúar þess fái full yfirráð yfir olíulindum landsins.
  7. Miðausturlönd verði svæði án gereyðingarvopna.
  8. Sett verði af stað sannleiks- og sáttaferli, þar sem mannréttindabrot verði rannsökuð og upplýst með réttlæti og sættir að leiðarljósi.
  9. Samvinna fólksins, samvinna þjóða. Friðarferlið verði ekki aðeins unnið ofan frá af ríkisstjórnum og alþjóðlegum stofnunum, heldur byggist á samvinnu við almenning og milli þjóða.
  10. Sett verði í gang friðarferli fyrir öll Miðausturlönd.
Nánari greinargerð fylgir hverju lið. Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra verði að draga herlið sín út úr Írak. Ljóst er, hvað sem líður ágreiningi um aðdraganda innrásarinnar, að með henni hefur ekki tekist að stuðla að friðsamlegu samfélagi í Írak. Hernámið er meginorsök þess ófriðarástands sem nú ríkir í landinu. Hins vegar er ólíklegt að óöldin í Írak hætti sjálfkrafa þótt hernáminu ljúki. Því er mikilvægt, um leið og þess er krafist, að hernámi Íraks ljúki, að gerð verði áætlun um leiðir til friðar í framhaldi af því. Slíkar áætlanir hafa verið settar fram að undanförnu, meðal annars af áhrifamiklum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum. Í janúar síðastliðnum gaf friðarstofnunin Transnational Foundation (TFF) í Lundi út tillögur um friðarferli í Írak. Stofnunin hefur verið að kynna þær að undanförnu og hefur Hans von Sponeck, fyrrum yfirmaður hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna í Írak, meðal annarra unnið að þeirri kynningu. Tillögur SHA eru í meginatriðum sniðnar eftir tillögum TFF. Í stefnuyfirlýsingu sinni kvaðst ríkisstjórnin harma stríðsreksturinn þar og vilja leggja sitt á vogarskálar friðar, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbygggingarstarfi. Ísland studdi innrásina í Írak og ber ábyrgð á henni sem og eftirleiknum. Því afhenda Samtök hernaðarandstæðinga ríkisstjórninni tillögur sínar í þeirri von að hún taki þær til skoðunar, frekari vinnslu og framkvæmda. Lagt er til að Ísland hafi frumkvæði að því að setja fram tillögur í þessum anda og leiti eftir samvinnnu við önnur ríki, þar á meða þau ríki sem studdu innrásina en hafa nú annað hvort dregið stuðning sinn til baka eða hætt þátttöku í hernáminu. Tillögurnar í heild eru aðgengilegar hér: Tillögur SHA um aðgerðir til að binda endi á hernám Íraks og koma á friði í landinu

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.