BREYTA

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Bring the Troops Home Now Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á vefsíðu The Troops Out Now Coalition (TONC) í Bandaríkjunum má finna lista yfir fyrirhugaðar aðgerðir í 21 fylki í Bandaríkjunum og 17 öðrum löndum (sjá hér). Á vefsíðu United for Peace and Justice í Bandaríkjunum er listi yfir 60 staði í Bandaríkjunum þar sem aðgerðir hafa verið auglýstar, sjá hér. Eflaust er þetta einungis brot af öllum þeim aðgerðum sem eru í undirbúningi, enda eru enn 5 vikur til stefnu og stöðugt bætast við nýir staðir. Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum), sem er nýlega lokið í Bamako í Malí og Caracas í Venesúela, hafa hvatt til aðgerða þessa daga um allan heim og sömuleiðis hefur undirbúningsfundur fyrir Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum), sem verður í Aþenu 4.-7. maí næstkomandi, hvatt til aðgerða hvarvetna í Evrópu. Þessar ályktanir má nálgast á ofangreindri vefsíðu The Troops Out Now Coalition. Eins og fram hefur komið eru Samtök herstöðvaandstæðinga að undirbúa aðgerðir í Reykjavík 18. mars. Við hvetjum friðarsinna og andstæðinga Íraksstríðsins til að fylgjast með undirbúningnum og taka þátt í honum. Þeir sem vilja fá boð um undirbúningsfundi geta haft samband við formann SHA, Stefán Pálsson, í síma 551-2592 eða 617-6790 eða gegnum netfangið stefan.palsson@or.is.

Færslur

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 24. febrúar nk. Matseldinn verður í höndum Daníels Hauks Arnarssonar …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Íslenska sveitin eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir fáeinum misserum. …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Þrjár friðargöngur verða á Þorláksmessu. Í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Tvær þær fyrstnefndu …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, ath. breyttan tíma.

SHA_forsida_top

Fréttir frá landsfundi SHA

Fréttir frá landsfundi SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi 25.-26. nóvember. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum. Hana …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur standa yfir á vefnum. Á næstu dögum mun síðan taka breytingum og meira efni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011 verður haldinn 25.-26. nóvember í Friðarhúsi Dagskrá: Föstudagur 25. nóv. …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA - fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, fös. 2. desember Glæsilegt jólahlaðborð í Friðarhúsi. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

Miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna, 12. mars 2016. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður mánudaginn 14. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi. Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í …

SHA_forsida_top

Friðarmál

Friðarmál

Innrásin, stríðið, þáttur Íslands, mótmæli og fleira Iraq War - Wikipedia. Hér …

SHA_forsida_top

Menning á málsverði

Menning á málsverði

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn á föstudagskvöldið kl. 19. Auk lasagne-veislu þeirra Þorvalds Þorvaldssonar og Elíasar …

SHA_forsida_top

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 4. nóvember nk. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Að þessu sinni munu miðnefndarfulltúarnir Elías …

SHA_forsida_top

Málsverður 4. nóv.

Málsverður 4. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður ekki í kvöld, 28. okt., heldur að viku liðinni fös. 4. nóv. …