BREYTA

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Bring the Troops Home Now Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á vefsíðu The Troops Out Now Coalition (TONC) í Bandaríkjunum má finna lista yfir fyrirhugaðar aðgerðir í 21 fylki í Bandaríkjunum og 17 öðrum löndum (sjá hér). Á vefsíðu United for Peace and Justice í Bandaríkjunum er listi yfir 60 staði í Bandaríkjunum þar sem aðgerðir hafa verið auglýstar, sjá hér. Eflaust er þetta einungis brot af öllum þeim aðgerðum sem eru í undirbúningi, enda eru enn 5 vikur til stefnu og stöðugt bætast við nýir staðir. Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum), sem er nýlega lokið í Bamako í Malí og Caracas í Venesúela, hafa hvatt til aðgerða þessa daga um allan heim og sömuleiðis hefur undirbúningsfundur fyrir Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum), sem verður í Aþenu 4.-7. maí næstkomandi, hvatt til aðgerða hvarvetna í Evrópu. Þessar ályktanir má nálgast á ofangreindri vefsíðu The Troops Out Now Coalition. Eins og fram hefur komið eru Samtök herstöðvaandstæðinga að undirbúa aðgerðir í Reykjavík 18. mars. Við hvetjum friðarsinna og andstæðinga Íraksstríðsins til að fylgjast með undirbúningnum og taka þátt í honum. Þeir sem vilja fá boð um undirbúningsfundi geta haft samband við formann SHA, Stefán Pálsson, í síma 551-2592 eða 617-6790 eða gegnum netfangið stefan.palsson@or.is.

Færslur

SHA_forsida_top

NATO-ráðstefnu mótmælt

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í …

SHA_forsida_top

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

Eftir mikinn feluleik sem staðið hefur síðasta hálfa sólarhringinn er komið í ljós að móttakan …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Mótmælum Nató-stjóranum

Mótmælum Nató-stjóranum

Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Nató og íslenskra stjórnvalda, sem haldin verður á Hilton …

SHA_forsida_top

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf

SHA_forsida_top

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma grimmdarverk Ísraelshers á Gaza-svæðinu, sem heimurinn hefur orðið vitni að undanfarna daga. …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Borgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum …

SHA_forsida_top

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16 Kröfur …

SHA_forsida_top

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Við sögðum frá því hér á Friðarvefnum 9. desember að utanríkisráðherrar NATO hefðu samþykkt á …

SHA_forsida_top

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Friðarins fólk! Stórt orð friður Fyrir 40 árum – tæpum – hitti ég Mohamed …