BREYTA

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Bring the Troops Home Now Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á vefsíðu The Troops Out Now Coalition (TONC) í Bandaríkjunum má finna lista yfir fyrirhugaðar aðgerðir í 21 fylki í Bandaríkjunum og 17 öðrum löndum (sjá hér). Á vefsíðu United for Peace and Justice í Bandaríkjunum er listi yfir 60 staði í Bandaríkjunum þar sem aðgerðir hafa verið auglýstar, sjá hér. Eflaust er þetta einungis brot af öllum þeim aðgerðum sem eru í undirbúningi, enda eru enn 5 vikur til stefnu og stöðugt bætast við nýir staðir. Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum), sem er nýlega lokið í Bamako í Malí og Caracas í Venesúela, hafa hvatt til aðgerða þessa daga um allan heim og sömuleiðis hefur undirbúningsfundur fyrir Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum), sem verður í Aþenu 4.-7. maí næstkomandi, hvatt til aðgerða hvarvetna í Evrópu. Þessar ályktanir má nálgast á ofangreindri vefsíðu The Troops Out Now Coalition. Eins og fram hefur komið eru Samtök herstöðvaandstæðinga að undirbúa aðgerðir í Reykjavík 18. mars. Við hvetjum friðarsinna og andstæðinga Íraksstríðsins til að fylgjast með undirbúningnum og taka þátt í honum. Þeir sem vilja fá boð um undirbúningsfundi geta haft samband við formann SHA, Stefán Pálsson, í síma 551-2592 eða 617-6790 eða gegnum netfangið stefan.palsson@or.is.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Í ritstjórnargrein Morgunblaðisins 27. október er þátttaka Atlantshafsbandalagsins og Íslands í stríðinu í Afganistan gagnrýnd. …

SHA_forsida_top

Friðarsúla eða níðstöng?

Friðarsúla eða níðstöng?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 20. október 2007 Í þessum mánuði …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október og hefst að venju kl. 19 …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Á dögunum var sagt frá því að fleiri almennir borgarar hafi fallið í hernaðinum í …

SHA_forsida_top

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Eftir að tilkynnt var 12. október hverjir fengju friðarverðlaun Nóbels 2007 sendi Jan Øberg, framkvæmdarstjóri …

SHA_forsida_top

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

eftir Einar Ólafsson Ég fagna friðarsúlunni í Viðey. Ég fagna henni af því að henni …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla því að til standi að halda þingmannafund NATO hér á landi um …

SHA_forsida_top

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.