BREYTA

Það er löngu komið nóg!

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Á liðnum dögum hafa borist fregnir af hörmulegu mannfalli í styrjöldum í Miðausturlöndum, einkum frá sýrlensku borginni Aleppo. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í fimm ár og virðist fjarri því að ljúka. Engan veginn er lítið gert úr ábyrgð ýmissa heimamanna þótt bent sé á að stríð þetta hefði aldrei getað orðið svo langvinnt og grimmilegt án mikillar utanaðkomandi aðstoðar. Fjöldi erlendra ríkisstjórna hefur hellt olíu á eld átakanna með beinni þátttöku, vopnasendingum og fjárstuðningi. Má þar nefna Tyrkland, Rússland, Íran, Bandaríkin, olíuveldi við Persaflóa og Nató-ríki. Sá nöturlegi veruleiki má nú öllum vera ljóst að enginn stríðsaðili í sýrlensku borgarastyrjöldinni hefur afl til að vinna sigur í hernaði, en eru á sama tíma of sterkir til að tapa. Afleiðingin gæti orðið þrátefli til langrar framtíðar með áframhaldandi hörmungum fyrir íbúanna og niðurbroti samfélagsins. Stríðinu verður að ljúka! Lykillinn að þeirri lausn er hjá stórveldunum sem í raun halda lífi í stríðinu. Þau verða að semja tafarlaust um vopnahlé og stöðva samstundis allar frekari vopnasendingar á svæðið. Neyðaraðstoð verður að berast stríðshrjáðum íbúum og uppbyggingarstarf að hefjast. Það er löngu komið nóg!

Færslur

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 24. febrúar nk. Matseldinn verður í höndum Daníels Hauks Arnarssonar …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Íslenska sveitin eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir fáeinum misserum. …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Þrjár friðargöngur verða á Þorláksmessu. Í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Tvær þær fyrstnefndu …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, ath. breyttan tíma.

SHA_forsida_top

Fréttir frá landsfundi SHA

Fréttir frá landsfundi SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi 25.-26. nóvember. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum. Hana …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur standa yfir á vefnum. Á næstu dögum mun síðan taka breytingum og meira efni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011 verður haldinn 25.-26. nóvember í Friðarhúsi Dagskrá: Föstudagur 25. nóv. …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA - fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, fös. 2. desember Glæsilegt jólahlaðborð í Friðarhúsi. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

Miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna, 12. mars 2016. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður mánudaginn 14. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi. Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í …

SHA_forsida_top

Friðarmál

Friðarmál

Innrásin, stríðið, þáttur Íslands, mótmæli og fleira Iraq War - Wikipedia. Hér …

SHA_forsida_top

Menning á málsverði

Menning á málsverði

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn á föstudagskvöldið kl. 19. Auk lasagne-veislu þeirra Þorvalds Þorvaldssonar og Elíasar …

SHA_forsida_top

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 4. nóvember nk. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Að þessu sinni munu miðnefndarfulltúarnir Elías …

SHA_forsida_top

Málsverður 4. nóv.

Málsverður 4. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður ekki í kvöld, 28. okt., heldur að viku liðinni fös. 4. nóv. …