BREYTA

Það er löngu komið nóg!

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Á liðnum dögum hafa borist fregnir af hörmulegu mannfalli í styrjöldum í Miðausturlöndum, einkum frá sýrlensku borginni Aleppo. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í fimm ár og virðist fjarri því að ljúka. Engan veginn er lítið gert úr ábyrgð ýmissa heimamanna þótt bent sé á að stríð þetta hefði aldrei getað orðið svo langvinnt og grimmilegt án mikillar utanaðkomandi aðstoðar. Fjöldi erlendra ríkisstjórna hefur hellt olíu á eld átakanna með beinni þátttöku, vopnasendingum og fjárstuðningi. Má þar nefna Tyrkland, Rússland, Íran, Bandaríkin, olíuveldi við Persaflóa og Nató-ríki. Sá nöturlegi veruleiki má nú öllum vera ljóst að enginn stríðsaðili í sýrlensku borgarastyrjöldinni hefur afl til að vinna sigur í hernaði, en eru á sama tíma of sterkir til að tapa. Afleiðingin gæti orðið þrátefli til langrar framtíðar með áframhaldandi hörmungum fyrir íbúanna og niðurbroti samfélagsins. Stríðinu verður að ljúka! Lykillinn að þeirri lausn er hjá stórveldunum sem í raun halda lífi í stríðinu. Þau verða að semja tafarlaust um vopnahlé og stöðva samstundis allar frekari vopnasendingar á svæðið. Neyðaraðstoð verður að berast stríðshrjáðum íbúum og uppbyggingarstarf að hefjast. Það er löngu komið nóg!

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …