BREYTA

Það er löngu komið nóg!

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Á liðnum dögum hafa borist fregnir af hörmulegu mannfalli í styrjöldum í Miðausturlöndum, einkum frá sýrlensku borginni Aleppo. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í fimm ár og virðist fjarri því að ljúka. Engan veginn er lítið gert úr ábyrgð ýmissa heimamanna þótt bent sé á að stríð þetta hefði aldrei getað orðið svo langvinnt og grimmilegt án mikillar utanaðkomandi aðstoðar. Fjöldi erlendra ríkisstjórna hefur hellt olíu á eld átakanna með beinni þátttöku, vopnasendingum og fjárstuðningi. Má þar nefna Tyrkland, Rússland, Íran, Bandaríkin, olíuveldi við Persaflóa og Nató-ríki. Sá nöturlegi veruleiki má nú öllum vera ljóst að enginn stríðsaðili í sýrlensku borgarastyrjöldinni hefur afl til að vinna sigur í hernaði, en eru á sama tíma of sterkir til að tapa. Afleiðingin gæti orðið þrátefli til langrar framtíðar með áframhaldandi hörmungum fyrir íbúanna og niðurbroti samfélagsins. Stríðinu verður að ljúka! Lykillinn að þeirri lausn er hjá stórveldunum sem í raun halda lífi í stríðinu. Þau verða að semja tafarlaust um vopnahlé og stöðva samstundis allar frekari vopnasendingar á svæðið. Neyðaraðstoð verður að berast stríðshrjáðum íbúum og uppbyggingarstarf að hefjast. Það er löngu komið nóg!

Færslur

SHA_forsida_top

Af vörnum landsins

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að …

SHA_forsida_top

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

Pólitísk listahátíð 19.-22. júní Í dag, 19. júní, hefst pólitísk listahátíð í Reykjavík, þar sem …

SHA_forsida_top

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Næstkomandi sunnudag, 22. júní, verður alþjóðlegt átak til stuðnings baráttunni gegn fyrirhugaðri uppsetningu gagneldflauga í …

SHA_forsida_top

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Eftirfarandi grein Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns birtist í Morgunblaðinu 11. júní 2008. Í tilefni þess …

SHA_forsida_top

„Það er okkar að skrifa söguna“

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

eftir Einar Ólafsson Í Morgunblaðinu 3. júní birtist grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undir …

SHA_forsida_top

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Aðfararnótt föstudagsins 30. maí samþykkti Alþingi einum rómi eftirfarandi ályktun: Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á …

SHA_forsida_top

Píningarbekkur á Austurvelli

Píningarbekkur á Austurvelli

Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Matseðillinn: …

SHA_forsida_top

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanleg til Íslands næstkomandi föstudag til fundar við utanríkisráðherra Íslands, …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Guðrún …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, húsið opnar 18:30.

SHA_forsida_top

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

SHA_forsida_top

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Samtökin "Matur ekki einkaþotur" gefa mat á Lækjartorgi klukkan 14 alla laugardaga. Þessi samtök, sem …