BREYTA

Það er löngu komið nóg!

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Á liðnum dögum hafa borist fregnir af hörmulegu mannfalli í styrjöldum í Miðausturlöndum, einkum frá sýrlensku borginni Aleppo. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í fimm ár og virðist fjarri því að ljúka. Engan veginn er lítið gert úr ábyrgð ýmissa heimamanna þótt bent sé á að stríð þetta hefði aldrei getað orðið svo langvinnt og grimmilegt án mikillar utanaðkomandi aðstoðar. Fjöldi erlendra ríkisstjórna hefur hellt olíu á eld átakanna með beinni þátttöku, vopnasendingum og fjárstuðningi. Má þar nefna Tyrkland, Rússland, Íran, Bandaríkin, olíuveldi við Persaflóa og Nató-ríki. Sá nöturlegi veruleiki má nú öllum vera ljóst að enginn stríðsaðili í sýrlensku borgarastyrjöldinni hefur afl til að vinna sigur í hernaði, en eru á sama tíma of sterkir til að tapa. Afleiðingin gæti orðið þrátefli til langrar framtíðar með áframhaldandi hörmungum fyrir íbúanna og niðurbroti samfélagsins. Stríðinu verður að ljúka! Lykillinn að þeirri lausn er hjá stórveldunum sem í raun halda lífi í stríðinu. Þau verða að semja tafarlaust um vopnahlé og stöðva samstundis allar frekari vopnasendingar á svæðið. Neyðaraðstoð verður að berast stríðshrjáðum íbúum og uppbyggingarstarf að hefjast. Það er löngu komið nóg!

Færslur

SHA_forsida_top

Frábær skemmtidagskrá á friðarmálsverði

Frábær skemmtidagskrá á friðarmálsverði

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður kl. 19 á föstudagskvöld, eins og kynnt hefur verið hér á …

SHA_forsida_top

HM Ísland:Slóvenía

HM Ísland:Slóvenía

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði: Ísland út NATO!

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði: Ísland út NATO!

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði (UJH) héldu aðalfund sinn 15. desember og framhaldsaðalfund 19. janúar. Meðal …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinir sívinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss halda áfram á nýju ári. Föstudagskvöldið 26. janúar verður efnt til …

SHA_forsida_top

HM Ísland:Þýskaland

HM Ísland:Þýskaland

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM Ísland:Pólland

HM Ísland:Pólland

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Túnis

HM, Ísland:Túnis

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Frakkland

HM, Ísland:Frakkland

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Frakkland …

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Úkraína

HM, Ísland:Úkraína

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Úkraína …

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Handbolti í Friðarhúsi

Handbolti í Friðarhúsi

Heimsmeistarakeppnin í handbolta karla hefst í Þýskalandi um helgina. Íslenska landsliðið leikur á laugardag, sunnudag …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Í lok mars minnast friðarsinnar upphafs innrásarinnar í Írak og inngöngu Íslands í NATO. Opinn …

SHA_forsida_top

Formsatriði fullnægt

Formsatriði fullnægt

Eins og lesendum þessarar síðu ætti að vera kunnugt, var nafni SHA breytt á landsfundi …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá Samtökum hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 13-15. Heitt á könnunni.