BREYTA

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra grein í Morgunblaðið 3. júní þar sem hún fjallaði um nýja tíma í öryggis- og varnamálum, hin nýju varnarmálalög og Varnarmálastofnun. Hún gerir mikið úr þeim breytingum sem fylgdu brottför bandaríska hersins: „Ísland sem fullvalda ríki hefur nú óskorað forræði yfir þessum málaflokki, og það er okkar að skrifa söguna.“ Herstöðvaandstæðingar héldu uppi kjörorðinu „Ísland úr NATO, herinn burt“. Bak við þetta slagorð fólst ævinlega krafan um uppsögn varnarsamningsins. Þeim samningi hefur ekki verið sagt upp. Enn er í gildi samningur um að Bandaríkin hafi hér aðstöðu til herstöðva. Inntak samningsins kemur fram í inngangi hans og 1. grein. Í innganginum segir að NATO hafi „farið þess á leit við Ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til...“ 1. greinin hljóðar svo: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum sem greinir í samningi þessum. Í þessu skyni og með varnir á svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, fyrir augum, lætur Ísland í té þá aðstöðu í landinu, sem báðir aðilar eru ásáttir um, að sé nauðsynleg.“ Í 7. grein samningsins segir: „Meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaðarþarfa, mun Ísland annaðhvort sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heimila Bandaríkjunum að annast það.“ Í samningnum er sem sagt gert ráð fyrir, að aðstöðunni sé haldið hér þótt hún verði ekki notuð til hernaðarþarfa. Reyndar ber samningurinn það með sér að Ísland, eða öllu heldur Íslendingar, séu aukaatriði í þessum samningi að öðru leyti en því að þeir leggi Bandaríkjunum og NATO til land undir hugsanlega hernaðaraðstöðu eftir því sem þessir aðilar telja sig þurfa á að halda. Það má því ljóst vera, að til að sagt verði að Ísland hafi nú óskorað forræði yfir þessum málaflokki, þarf a.m.k. að segja upp varnarsamningnum, sem er réttnefndur herstöðvasamningur, eins og herstöðvaandstæðingar hafa alltaf kallað hann. Rétt er líka að minna á samkomulag Íslands og Bandaríkjanna frá september 2006 þar sem skuldbindingar ríkjanna samkvæmt varnarsamningnum eru staðfestar og Ísland samþykkir varnaráætlun sem Bandaríkin hafa samið og „gerir ráð fyrir því að varnir Íslands séu tryggðar með öflugum og hreyfanlegum viðbúnaði og liðsafla og að hún sé studd bandarískum hernaðarmætti eftir því sem þörf krefur“. Jafnframt er gert ráð fyrir árlegum heræfingum Bandaríkjanna hér á landi. Ætli við höfum fullt vald yfir pennanum þegar við förum að skrifa söguna? Sjá nánar „Hvað felst í herstöðvasamningnum?“.

Færslur

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður

Janúarmálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00. …

SHA_forsida_top

Frásögn frá Kúrdistan

Frásögn frá Kúrdistan

Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er …

SHA_forsida_top

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á …

SHA_forsida_top

Raddir frá Íran

Raddir frá Íran

Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október. Matseldinn verður í höndum …

SHA_forsida_top

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að …

SHA_forsida_top

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Bjarki …

SHA_forsida_top

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Þegar ég fæddist fyrir nærri því 79 árum geisaði stríð í heiminum, grimmileg landvinningastyrjöld sem …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Efnt verður til kertafleytinga á fjórum stöðum þriðjudagskvöldið 9. ágúst, á Nagasakí-daginn, til að minnast …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Sjaldan eða aldrei hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum en nú. Friðarsinnar í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Friðaryfirlýsing

Friðaryfirlýsing

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2022

1. maí kaffi SHA 2022

Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var …