BREYTA

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra grein í Morgunblaðið 3. júní þar sem hún fjallaði um nýja tíma í öryggis- og varnamálum, hin nýju varnarmálalög og Varnarmálastofnun. Hún gerir mikið úr þeim breytingum sem fylgdu brottför bandaríska hersins: „Ísland sem fullvalda ríki hefur nú óskorað forræði yfir þessum málaflokki, og það er okkar að skrifa söguna.“ Herstöðvaandstæðingar héldu uppi kjörorðinu „Ísland úr NATO, herinn burt“. Bak við þetta slagorð fólst ævinlega krafan um uppsögn varnarsamningsins. Þeim samningi hefur ekki verið sagt upp. Enn er í gildi samningur um að Bandaríkin hafi hér aðstöðu til herstöðva. Inntak samningsins kemur fram í inngangi hans og 1. grein. Í innganginum segir að NATO hafi „farið þess á leit við Ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til...“ 1. greinin hljóðar svo: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum sem greinir í samningi þessum. Í þessu skyni og með varnir á svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, fyrir augum, lætur Ísland í té þá aðstöðu í landinu, sem báðir aðilar eru ásáttir um, að sé nauðsynleg.“ Í 7. grein samningsins segir: „Meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaðarþarfa, mun Ísland annaðhvort sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heimila Bandaríkjunum að annast það.“ Í samningnum er sem sagt gert ráð fyrir, að aðstöðunni sé haldið hér þótt hún verði ekki notuð til hernaðarþarfa. Reyndar ber samningurinn það með sér að Ísland, eða öllu heldur Íslendingar, séu aukaatriði í þessum samningi að öðru leyti en því að þeir leggi Bandaríkjunum og NATO til land undir hugsanlega hernaðaraðstöðu eftir því sem þessir aðilar telja sig þurfa á að halda. Það má því ljóst vera, að til að sagt verði að Ísland hafi nú óskorað forræði yfir þessum málaflokki, þarf a.m.k. að segja upp varnarsamningnum, sem er réttnefndur herstöðvasamningur, eins og herstöðvaandstæðingar hafa alltaf kallað hann. Rétt er líka að minna á samkomulag Íslands og Bandaríkjanna frá september 2006 þar sem skuldbindingar ríkjanna samkvæmt varnarsamningnum eru staðfestar og Ísland samþykkir varnaráætlun sem Bandaríkin hafa samið og „gerir ráð fyrir því að varnir Íslands séu tryggðar með öflugum og hreyfanlegum viðbúnaði og liðsafla og að hún sé studd bandarískum hernaðarmætti eftir því sem þörf krefur“. Jafnframt er gert ráð fyrir árlegum heræfingum Bandaríkjanna hér á landi. Ætli við höfum fullt vald yfir pennanum þegar við förum að skrifa söguna? Sjá nánar „Hvað felst í herstöðvasamningnum?“.

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …