BREYTA

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra grein í Morgunblaðið 3. júní þar sem hún fjallaði um nýja tíma í öryggis- og varnamálum, hin nýju varnarmálalög og Varnarmálastofnun. Hún gerir mikið úr þeim breytingum sem fylgdu brottför bandaríska hersins: „Ísland sem fullvalda ríki hefur nú óskorað forræði yfir þessum málaflokki, og það er okkar að skrifa söguna.“ Herstöðvaandstæðingar héldu uppi kjörorðinu „Ísland úr NATO, herinn burt“. Bak við þetta slagorð fólst ævinlega krafan um uppsögn varnarsamningsins. Þeim samningi hefur ekki verið sagt upp. Enn er í gildi samningur um að Bandaríkin hafi hér aðstöðu til herstöðva. Inntak samningsins kemur fram í inngangi hans og 1. grein. Í innganginum segir að NATO hafi „farið þess á leit við Ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til...“ 1. greinin hljóðar svo: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum sem greinir í samningi þessum. Í þessu skyni og með varnir á svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, fyrir augum, lætur Ísland í té þá aðstöðu í landinu, sem báðir aðilar eru ásáttir um, að sé nauðsynleg.“ Í 7. grein samningsins segir: „Meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaðarþarfa, mun Ísland annaðhvort sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heimila Bandaríkjunum að annast það.“ Í samningnum er sem sagt gert ráð fyrir, að aðstöðunni sé haldið hér þótt hún verði ekki notuð til hernaðarþarfa. Reyndar ber samningurinn það með sér að Ísland, eða öllu heldur Íslendingar, séu aukaatriði í þessum samningi að öðru leyti en því að þeir leggi Bandaríkjunum og NATO til land undir hugsanlega hernaðaraðstöðu eftir því sem þessir aðilar telja sig þurfa á að halda. Það má því ljóst vera, að til að sagt verði að Ísland hafi nú óskorað forræði yfir þessum málaflokki, þarf a.m.k. að segja upp varnarsamningnum, sem er réttnefndur herstöðvasamningur, eins og herstöðvaandstæðingar hafa alltaf kallað hann. Rétt er líka að minna á samkomulag Íslands og Bandaríkjanna frá september 2006 þar sem skuldbindingar ríkjanna samkvæmt varnarsamningnum eru staðfestar og Ísland samþykkir varnaráætlun sem Bandaríkin hafa samið og „gerir ráð fyrir því að varnir Íslands séu tryggðar með öflugum og hreyfanlegum viðbúnaði og liðsafla og að hún sé studd bandarískum hernaðarmætti eftir því sem þörf krefur“. Jafnframt er gert ráð fyrir árlegum heræfingum Bandaríkjanna hér á landi. Ætli við höfum fullt vald yfir pennanum þegar við förum að skrifa söguna? Sjá nánar „Hvað felst í herstöðvasamningnum?“.

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …