BREYTA

Að finna Mefistófeles

Lord of WarÁrmann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. Þar er á myndrænan hátt fylgt byssukúlu í gegnum framleiðslu á fullkomnu færibandi, dreifingu og að lokum lendir hún í fórnarlambi í Afríku. Þessi örsaga í mynd skilgreinir umfjöllunarefnið og skapar samhengi sögunnar sem síðan er sögð í myndinni en það gæti verið eins konar mefistófelesarsaga án djöfulsins, um mann sem gengur á hönd siðspillingu og hefur viðurværi sitt af eymd og dauða annarra. Frásagnarhátturinn minnir svolítið á kvikmyndina Goodfellas þar sem aðalpersónan bregður sér öðru hvoru í gervi sögumanns sem segir söguna í endurliti. Hún fer í hring, hefst í nútímanum en síðan erum við leidd um þroskasögu illvirkjans, að vísu heldur hraðar og sú saga er enn fremur öllu einfaldari. Persónur skiptast í fjóra hópa: fjölskylda sögumannsins og söguhetjunnar, viðskiptavinir hans, samkeppnisaðilar og laganna verðir, en allt er þetta fremur einfalt og ein persóna látin standa fyrir margar. Söguhetjan er Júrí Orloff, úkraínskur innflytjandi í Bandaríkjunum. Sá ákveður að gerast vopnasali eftir að hafa horft upp á morð í hverfinu sínu. Frekari skýringar fást ekki og kannski er þeirra ekki þörf. Vopnasalar heimsins eru sjálfsagt af mörgu tagi og ekki einfalt að skýra hvers vegna þeir leggja þessa iðju fyrir sig. Í myndinni er alls ekki reynt að skapa neina samúð með Orloff. Hann virðist frá upphafi siðblindari en ritstjórar DV og á sér engar sýnilega málsbætur. Sem skapaði hættu á grunnfærni ef Orloff væri hið sanna illmenni sögunnar. Með hlutverk Orloffs fer Nicolas Cage og gerir það ágætlega. Á honum mæðir mikið þar sem Orloff er þungamiðja sögunnar. Aðrir leikarar eru meira og minna jafnaldrar bíórýnis sem bregður ævinlega óþyrmilega þegar hann áttar sig á hversu gamlir jafnaldrarnir eru orðnir. Þar má nefna Ethan Hawke og enska leikarann Eamonn Walker í hlutverki ógeðfellds þjóðarleiðtoga í Líberíu. Ekki veit ég hvort hann á að vera stældur eftir Charles Taylor en því miður er enginn hörgull á slíkum illvirkjum í sögu Afríku. Á tímabili velti bíórýnir vöngum yfir þeirri mynd sem dregin var upp af Afríku og fannst hún í fyrstu svolítið yfirlætisleg, jafnvel í anda villimannagoðsagna 19. aldar. En þegar á líður söguna sækja Afríkumenn í sig veðrið og fegursta atriði myndarinnar er þegar þeir taka hægt og rólega í sundur flugvél vopnasalans sem hefur verið nauðlent á afrískum sveitavegi. Þar og víðar í myndinni er táknmál sem skilur áhorfandann eftir þungt hugsi. Tvö fremur ótrúverðug atriði draga nokkuð úr krafti myndarinnar. Annað er þegar óþokkinn er fenginn til að taka annan vopnasala af lífi. Almennt séð finnst mér sú mynd sem er dregin af lífi vopnasalans fremur varasöm. Eru stórbokkar í þessum bransa í svona miklu návígi við kúnnann og viðbjóðinn sem þeir framleiða? Þess ber þó að geta að bíórýnir hefur enga persónulega reynslu af þessu en var þó ekki nógu sannfærður. Hitt var lokaatriðið þar sem bróðir Orloffs setur í strik í reikninginn í einni vopnasölunni. Í hlutverki hans er Jared Leto, sá fallegi maður sem er með tíð og tíma orðinn þaulæfður í að vera skítugur og svolalegur í kvikmyndum en er í þessari mynd eins konar táknrænn Kristsgervingur og sýnir fram á mennskuna sem bróðir hans hefur glatað. En á kostnað raunsæisins því miður. Í lok myndarinnar er skálkurinn Orloff handsamaður af ódeigum starfsmanni interpol. Hann er hins vegar sallarólegur. Jafnvel ólöglegir vopnasalar þurfa ekki að óttast lögin því þeir vinna skítverkin fyrir þá löglegu og hann bendir andstæðingi sínum á að sjálfur sé hann þegn stærsta vopnasala heimsins, forseta Bandaríkjanna. Þá loksins finnur áhorfandinn þann mefistófeles sem vantaði í sögunni, það illmenni sem sagan snýst í rauninni um. Áhorfendur standa eftir og þurfa að velta fyrir sér hvort þeir séu ef til vill með einum eða öðrum hætti í þjónustu ennþá stærri og ógeðfelldari útgáfu af hinum viðbjóðslega Orloff. Ármann Jakobsson

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …