BREYTA

Á fjölunum

thjodleikhusFriðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt gæti erindi við friðarsinna. Um er að ræða sýninguna Hálsfesti Helenu, en í kynningu frá leikhúsinu segir: Hálsfesti Helenu er einstaklega áhrifamikið verk, innblásið af dvöl höfundar í Líbanon árið 2000. Aðalpersóna verksins er Helena, búsett í norðlægu landi, sem er á heimleið af ráðstefnu í borg í Austurlöndum nær, þar sem uppbygging er hafin eftir langvarandi stríðshörmungar. Hún týnir hálsfesti og fær leigubílstjóra til að aðstoða sig við að leita að henni. Í leitinni öðlast hún nýjan og persónulegan skilning á því hvað það er að glata og missa, á samskiptum ólíkra menningarheima, hins arabíska og vestræna og verður ljóst að “við getum ekki lifað svona lengur.” Carole Fréchette er meðal þekktustu leikskálda samtímans í Kanada. Leikrit hennar hafa verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál og sýnd víðsvegar um heiminn og hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Hálsfesti Helenu hefur verið sýnt víða um heim. Það var frumflutt í Sýrlandi vorið 2002,en hefur einnig verið sýnt í Kanada, í Frakklandi, Líbanon, Belgíu, Sviss, Senegal, Bandaríkjunum og Portúgal. Edda Arnljótsdóttir leikur Helenu, en Guðrún Snæfríður Gísladóttir og Arnar Jónsson fara með önnur hlutverk. Leikstjóri er María Sigurðardóttir, leikmynd og búninga gerir Helga I. Stefánsdóttir, lýsingu annast Lárus Björnsson og Ester Ásgeirsdóttir hannar hljóðmynd. Þýðinguna gerði Hrafnhildur Hagalín.

Færslur

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsráðstefna SHA var haldin 27.-28. nóvember í Friðarhúsi. Á fundinum var kjörin ný miðnefnd samtakanna. …

SHA_forsida_top

Veisla ársins

Veisla ársins

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember. Um er að ræða hið …

SHA_forsida_top

Dagskrá landsfundar SHA

Dagskrá landsfundar SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember. Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, …

SHA_forsida_top

Fundað á Akureyri

Fundað á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Málsverður & setning landsráðstefnu

Málsverður & setning landsráðstefnu

Landsráðstefna SHA verður sett kl. 18 & fjáröflunarmálsverður Friðarhúss hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Föstudagur 27. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Opinn félagsfundur Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK mánudaginn 16.nóvember kl. 19 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Efni …

SHA_forsida_top

Engin sátt um Nató

Engin sátt um Nató

Í íslenskri þjóðfélagsumræðu er oft látið að því liggja að almenn sátt sé um aðild …

SHA_forsida_top

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn sl. fimmtudagskvöld. Góð stemning var á fundinum, þar sem …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um Friðaruppeldi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi verður haldinn í sal Zontaklúbbsins á Akureyri Aðalstræti 54 A, …

SHA_forsida_top

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Ályktun frá SHA: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa miklum vonbrigðum sínum vegna frétta af hugmyndum um stofnun …