BREYTA

Á fjölunum

thjodleikhusFriðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt gæti erindi við friðarsinna. Um er að ræða sýninguna Hálsfesti Helenu, en í kynningu frá leikhúsinu segir: Hálsfesti Helenu er einstaklega áhrifamikið verk, innblásið af dvöl höfundar í Líbanon árið 2000. Aðalpersóna verksins er Helena, búsett í norðlægu landi, sem er á heimleið af ráðstefnu í borg í Austurlöndum nær, þar sem uppbygging er hafin eftir langvarandi stríðshörmungar. Hún týnir hálsfesti og fær leigubílstjóra til að aðstoða sig við að leita að henni. Í leitinni öðlast hún nýjan og persónulegan skilning á því hvað það er að glata og missa, á samskiptum ólíkra menningarheima, hins arabíska og vestræna og verður ljóst að “við getum ekki lifað svona lengur.” Carole Fréchette er meðal þekktustu leikskálda samtímans í Kanada. Leikrit hennar hafa verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál og sýnd víðsvegar um heiminn og hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Hálsfesti Helenu hefur verið sýnt víða um heim. Það var frumflutt í Sýrlandi vorið 2002,en hefur einnig verið sýnt í Kanada, í Frakklandi, Líbanon, Belgíu, Sviss, Senegal, Bandaríkjunum og Portúgal. Edda Arnljótsdóttir leikur Helenu, en Guðrún Snæfríður Gísladóttir og Arnar Jónsson fara með önnur hlutverk. Leikstjóri er María Sigurðardóttir, leikmynd og búninga gerir Helga I. Stefánsdóttir, lýsingu annast Lárus Björnsson og Ester Ásgeirsdóttir hannar hljóðmynd. Þýðinguna gerði Hrafnhildur Hagalín.

Færslur

SHA_forsida_top

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Góðir tilheyrendur. Stundum er hugtökum best lýst með andstæðum eða andheitum sínum. Andstæða ljóss er …

SHA_forsida_top

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð háskólanema í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir hernaðarandstæðingar standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu líkt og undanfarin ár. Í Reykjavík verður gengið …

SHA_forsida_top

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í …

SHA_forsida_top

Bulletin á netinu

Bulletin á netinu

Bulletin of the Atomic Scientists er líklega kunnasta og virtasta tímarit heims á sviði afvopnunarmála. …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Hin árvissa bókmenntakynning MFÍK verður haldin laugardaginn 13. des. n.k. kl. 14 í MÍR-salnum Hverfisgötu …

SHA_forsida_top

Glæsileg menningardagskrá

Glæsileg menningardagskrá

Það verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Vísindaferð SHA

Vísindaferð SHA

Háskólastúdentar í vísindaferð í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Í dag, 17. nóvember, var í níunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp um friðlýsingu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Nú miðnefnd SHA var kjörinn á landsráðstefnu þann 15. nóvember. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktun um breskar herþotur og "loftrýmisgæslu": Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 15. nóvember, fagnar því …