BREYTA

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og um bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja í íslenskri lögsögu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flutt er slíkt frumvarp og vonandi hlýtur það nú loks samþykki þingsins. Ekki er hægt að segja hið sama um frumvarp til svonefndra varnarmálalaga sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fyrir Alþingi. Því frumvarpi er ætlað að lögfesta aðild Íslands að herstjórnarmiðstöð NATO. Þegar Ísland gekk í NATO flutti þáverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, ávarp þar sem hann sagði að sem vopnlaust land myndi Ísland aldrei segja nokkurri þjóð stríð á hendur. Vandséð er hvernig aðild að herstjórnarmiðstöðinni fær samrýmst þessum fyrirvara. Í frumvarpinu er einnig lagt til að æfingar NATO-herja á Íslandi verði lögfestar. Mörgum þessara herja hefur verið beitt í mannskæðum stríðsrekstri. Hvers vegna vill formaður stjórnmálaflokks, sem lýsti yfir eindreginni andstöðu gegn Íraksstríðinu, ljá þessum herjum aðstöðu á Íslandi? Það er vandséð. Í því sambandi má rifja upp síðasta landsfund Samfylkingarinnar. Þar munaði litlu að sameiginleg ályktunartillaga yfir tíu flokksmanna um uppsögn varnarsamningsins yrði samþykkt. Tillaga sömu flokksmanna um úrsögn Íslands úr NATO hlaut einnig nokkurt fylgi. Stundum virðist forystu Samfylkingarinnar vera það sérstakt kappsmál að láta sem hún heyri ekki þegar andstæðingar NATO-aðildar og heræfinga innan flokksins hefja upp raust sína. Þegar verst lætur virðist það jafnvel gleymast að þessi hópur flokksmanna sé til. Til marks um það má nefna grein Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis, í Morgunblaðinu 23. ágúst 2007. Í þessari grein gaf hann í skyn að það væru eingöngu félagar í VG sem væru andvígir heræfingum á íslensku landi. Því Samfylkingarfólki, sem er á móti öllu hernaðarbrölti, þótti þetta varla ánægjuleg lesning og ekki vekur varnarmálafrumvarpið heldur mikinn fögnuð. Það er því ekki auðvelt hlutskipti að vera friðarsinni í Samfylkingunni og ekki mun það skána ef flokksforystan heldur áfram á sömu braut. Af hverju vill hún aðild að hernaðarbandalagi sem útilokar ekki beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði? Samrýmist það því stefnumáli Samfylkingarinnar að kjarnorkuvopnum skuli útrýmt? Samrýmist það frumvarpinu um kjarnorkufriðlýsingu sem meðal annars Samfylkingarþingmenn standa að? Má ekki biðja flokksforystuna um að hugsa sinn gang? Þórður Sveinsson Höfundur er félagi í Samfylkingunni og Samtökum hernaðarandstæðinga.

Færslur

SHA_forsida_top

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. Glæsilegt hlaðborð: * Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og …

SHA_forsida_top

Jemen: týnda stríðið

Jemen: týnda stríðið

Félagsfundur SHA mánudaginn 23. nóv. kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Harðvítugt borgarastríð geisar nú …

SHA_forsida_top

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

  Félagsfundur í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 19.nóv. kl. 20 Stöðugt dynja á okkur fréttir af málefnum …

SHA_forsida_top

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil …

SHA_forsida_top

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Þórarinn Hjartarson flutti meðfylgjandi erindi þann 17. október sl. Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem …

SHA_forsida_top

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Opinn fundur í Friðarhúsi laugardaginn 17. október kl. 14. Tengist flóttamannastraumurinn til Evrópu endurnýjaðri …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður

Friðarmálsverður

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 25. september. Harpa Stefánsdóttir og Ármann Gunnarsson …

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld

Nýliðakvöld

Þriðjudaginn 15. september kl. 20 verður haldið nýliðakvöld Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsinu. Þar gefst nýjum …

SHA_forsida_top

Búum til þúsund pappírströnur!

Búum til þúsund pappírströnur!

Margir hafa vafalítið heyrt söguna af Sadako Sasaki, japönsku stúlkunni sem var fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar í …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Friðarhús verður opið á Menningarnótt Reykjavíkur þann 22. ágúst n.k. frá kl. 13 til 16. …

SHA_forsida_top

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Valgerður H. Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Kæru …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og friðarsinni flutti eftirfarandi ávarp við Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Ágæta …