BREYTA

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og um bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja í íslenskri lögsögu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flutt er slíkt frumvarp og vonandi hlýtur það nú loks samþykki þingsins. Ekki er hægt að segja hið sama um frumvarp til svonefndra varnarmálalaga sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fyrir Alþingi. Því frumvarpi er ætlað að lögfesta aðild Íslands að herstjórnarmiðstöð NATO. Þegar Ísland gekk í NATO flutti þáverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, ávarp þar sem hann sagði að sem vopnlaust land myndi Ísland aldrei segja nokkurri þjóð stríð á hendur. Vandséð er hvernig aðild að herstjórnarmiðstöðinni fær samrýmst þessum fyrirvara. Í frumvarpinu er einnig lagt til að æfingar NATO-herja á Íslandi verði lögfestar. Mörgum þessara herja hefur verið beitt í mannskæðum stríðsrekstri. Hvers vegna vill formaður stjórnmálaflokks, sem lýsti yfir eindreginni andstöðu gegn Íraksstríðinu, ljá þessum herjum aðstöðu á Íslandi? Það er vandséð. Í því sambandi má rifja upp síðasta landsfund Samfylkingarinnar. Þar munaði litlu að sameiginleg ályktunartillaga yfir tíu flokksmanna um uppsögn varnarsamningsins yrði samþykkt. Tillaga sömu flokksmanna um úrsögn Íslands úr NATO hlaut einnig nokkurt fylgi. Stundum virðist forystu Samfylkingarinnar vera það sérstakt kappsmál að láta sem hún heyri ekki þegar andstæðingar NATO-aðildar og heræfinga innan flokksins hefja upp raust sína. Þegar verst lætur virðist það jafnvel gleymast að þessi hópur flokksmanna sé til. Til marks um það má nefna grein Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis, í Morgunblaðinu 23. ágúst 2007. Í þessari grein gaf hann í skyn að það væru eingöngu félagar í VG sem væru andvígir heræfingum á íslensku landi. Því Samfylkingarfólki, sem er á móti öllu hernaðarbrölti, þótti þetta varla ánægjuleg lesning og ekki vekur varnarmálafrumvarpið heldur mikinn fögnuð. Það er því ekki auðvelt hlutskipti að vera friðarsinni í Samfylkingunni og ekki mun það skána ef flokksforystan heldur áfram á sömu braut. Af hverju vill hún aðild að hernaðarbandalagi sem útilokar ekki beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði? Samrýmist það því stefnumáli Samfylkingarinnar að kjarnorkuvopnum skuli útrýmt? Samrýmist það frumvarpinu um kjarnorkufriðlýsingu sem meðal annars Samfylkingarþingmenn standa að? Má ekki biðja flokksforystuna um að hugsa sinn gang? Þórður Sveinsson Höfundur er félagi í Samfylkingunni og Samtökum hernaðarandstæðinga.

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit