BREYTA

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

indverskur fridurFjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í höndum tveggja vaskra félaga, þeirra Hörpu Stefánsdóttur og Ármanns Gunnarssonar. Þau hafa verið langdvölum á Indlandi og munu því bjóða upp á: * indverskan kjúklingarétt og * indverskan grænmetisrétt Rithöfundurinn og ljóðskáldið Sindri Freysson les úr tveimur nýútkomnum bókum sínum: Ljóðveldinu Íslandi og Dóttur mæðra minna og gerir grein fyrir tilurð þeirra. Síðari bókin er söguleg skáldsaga sem fjallar um atburði í sögu landsins sem lítt hefur verið sinnt, þegar breska hernámsliðið á stríðsárunum eltist við hóp þýskættaðs fólks á Vestfjörðum og þá sem voguðu sér að leggja þeim lið. Húsið verður að venju opnað kl. 18:30, en borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …