BREYTA

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna sperrum við eyrun í hvert skipti sem við höfum heyrt minnst á „varnir“ eða „hervarnir“. Andstæðingar friðar, velferðar og réttlætis breyta stundum um áherslur. Við verðum þá einnig að geta endurskoðað áherslur okkar. Meðan Sovétríkin voru til, notuðu andstæðingar okkar tilvist Sovétríkjanna til að sanna þörf á öflugum hervörnum fyrir þjóðum Vesturlanda. Áherslur NATO og Vesturlanda voru á sviði vígbúnaðar og hervæðingar. Eftir að Sovétríkin liðu undir lok, urðu Vesturlönd að leita sér að nýjum óvini til að tryggja í fyrsta lagi samstöðu sína (sem bandalag auðvaldsríkja) og í öðru lagi styrk hergagnaiðnaðarins. Óvinurinn fannst, í gervi alheimssamsæris múslimskra hryðjuverkahópa. Þessi óvinur hefur marga „kosti“ umfram sovésku ógnina. Kenningin um þessa ógn byggist á því að hún sé samofin múslimatrú og geti því sprottið fram í huga hvaða múslima sem er. Af þeim ástæðum telja ráðamenn Vesturlanda að þessi ógn sé langvarandi, og að ekki sé unnt að uppræta hana nema með því að íslamstrú breytist. Ógnvaldur þessi mun því tryggja samstöðu auðvaldsríkja út alla öldina, og um leið tekjur allra fyrirtækja sem taka þátt í vörnum gegn þessari ógn. Þótt hernaðaröflin séu enn að verki og verktakar stríðsrekstrar mali gull, hafa áherslur breyst: Í fyrsta lagi er sjaldnar talað um „hervarnir“ til að réttlæta stefnu NATO, heldur rætt um nauðsyn þess að efla lýðræði í heiminum. Skoða ber aukna samvinnu NATO og Evrópusambandsins í þessu ljósi. Þessi stefna birtist m.a. í aukinni umfjöllun fjölmiðla um mannréttindabrot í Afríku og Asíu, sem á að liðka fyrir stuðningi almennings við stefnu NATO í þriðja heiminum. Í öðru lagi, og það varðar okkur hérna alveg sérstaklega, er rætt um nauðsyn á öryggisráðstöfunum gegn hryðjuverkum, alþjóðlegri glæpastarfsemi, mansali og öðrum fylgifiskum hnattvæðingar. Öryggishugtakið hefur nú bæst ofaná varnarhugtakið. Til að festa öryggishugtakið í sessi þarf að hræða fólk með því að það sé ekki öruggt. Áróðurinn um óöryggi er margbrotinn, en hér verða aðeins nefndar þrjár greinar hans:
  1. Áróður um minnkandi öryggi í heimahúsum. Það eru tvö markmið hér. Annars vegar að fá sem flesta til að kaupa öryggisþjónustu á „markaðnum“ til viðbótar við meintar vanefndir lögreglunnar við að gæta öryggis almennra borgara. Hins vegar að draga úr gagnkvæmu trausti meðal íbúa, sem er auðvitað besta og ódýrasta öryggisvörnin, en dregur úr þörf fyrir umsvif lögreglunnar.
  2. Áróður um minnkandi öryggi á almannafæri. Markmið þessa áróðurs er að sætta íbúa við aukið eftirlit myndavéla á almannafæri og auknar fjárveitingar til löggæslu.
  3. Áróður um hryðjuverkaógnina. Eins og áður er getið, er hryðjuverkaógnin orðin staðgengill Rússagrýlunnar sálugu. Bæði NATO og Evrópusambandið hafa sett baráttuna gegn hryðjuverkum efst á verkefnaskrá sína. Fáir gera sér hins vegar grein fyrir að hryðjuverkaógnin á Vesturlöndum er að miklu leyti tilbúningur. Í flestum Evrópuríkjum hefur aldrei nokkur maður látið lífið í hryðjuverkum. Árið 2006 dó enginn maður í allri Evrópu í hryðjuverkum, en til samanburðar dóu sama ár um 20.000 manns í almennum manndrápum. Sú tala þótti þó ekki sérstaklega ógnvekjandi og varð ekki tilefni til sérstakra ráðstafana á vegum Evrópuríkja. Árið á undan dóu rúmlega 50 manns í London í meintri hryðjuverkaárás, sem margir Bretar telja hafi verið skipulögð af bresku leyniþjónustunni í samvinnu við fyrirtækið Visor Consultants. Það er því ekki tilviljun, að engar tölur um mannfall af völdum hryðjuverka finnast í skýrslum NATO, Evrópusambandsins eða Sameinuðu þjóðanna um hryðjuverkaógnina. Slík blekking á sér varla hliðstæðu í nútímanum.
Frá því á árinu 2004 hafa 8 frumvörp til laga verið lögð fram á Alþingi, sem vísa til hryðjuverkaógnarinnar. Hvergi í athugasemdum með frumvörpunum er vikið að umfangi þessarar ógnar, né skýrt hvers vegna löggjafinn þurfi að skilgreina hryðjuverk sérstaklega þegar öll ofbeldisverk eru þegar refsiverð samkvæmt almennum hegningarlögum. Alþingismenn hafa ekki heldur beðið um forsendur þessara ákvæða. Okkur er stundum sagt að Ísland verði að framfylgja reglum Evrópusambandsins, hvort sem okkur líkar betur eða verr. En þegar leitað er að forsendum Evrópusambandsins fyrir nauðsyn á sérstökum ráðstöfunum gegn hryðjuverkum, kemur maður einnig að tómum kofa. Þar er ekki að finna neinar forsendur, aðeins almennar staðhæfingar um ógn sem ekki er til. Í skugga almennrar trúgirni er verið að læða inn lögum sem gætu orðið lýðræðinu að falli. Það er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna er verið að þyrla upp ryki hryðjuverkaógnar, og breyta lögum vegna ógnar sem varla er fyrir hendi? Til að svara þessari spurningu er ekki unnt að einblína á þennan málaflokk einan. Það er nauðsynlegt að átta sig á því að við fall Berlínarmúrsins ákváðu ráðamenn heimsins að koma Nýrri heimsskipan (New World Order) á laggirnar. Það var fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George Bush eldri, sem orðaði þessa stefnu fyrst árið 1991. Í þessari heimsskipan er aðeins gert ráð fyrir einni stjórn, myndaðri af ráðamönnum iðnaðarríkja með Bandaríkin og Bretland í forystuhlutverki. Samræming á stefnu þessara ríkja fer fram innan nokkurra stofnana sem almenningur fær ekki að fylgjast með, þ.m.t. G-8 hópnum, Bilderberg-klúbbnum og Þríhliðanefndinni (Trilateral Commission), svo eitthvað sé nefnt. Í þessum stofnunum leika fáeinir einstaklingar á borð við David Rockefeller, Henry Kissinger og arftaka þeirra lykilhlutverk í að móta langtímastefnu auðvaldskerfisins. NATO og Bandaríkjunum er ætlað að tryggja öryggi þessa nýja heimskerfis og styrkja yfirráð þess yfir ríkjum sem enn streitast að viðhalda sjálfstæði sínu, en stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðviðskiptastofnunin og ýmsar bankastofnanir, sem fæstir vita um (t.d. BIS í Basel), tryggja óbreytta fjármálastjórn í þágu hinna ríku. Til að tryggja stuðning almennings við þessa stefnu er stjórnvöldum hvers ríkis nauðsynlegt að búa til óvin. Ekkert virkar betur til þess en að búa til goðsögn um djöfullega hryðjuverkamenn sem leynast í gervi saklausra múslima. Ekkert er jafnáhrifamikið og ótti við óáþreifanlega hættu. Auðvelt er að tileinka óþekktum leynisamtökum múslima ásetning og getu til að tortíma heiminum öllum með kjarnorku- eða lífefnavopnum. Með því að valda ótta geta stjórnvöld síðan boðist til að vernda almenning gegn hinni meintu hættu. Jafnhliða gerir ráðandi stétt heimsins ráð fyrir að almennir borgarar kynnu í framtíðinni að sjá í gegnum blekkingavefinn og hefja skipulegt andóf gegn ríkjandi kerfi. Til þess að kæfa slíkt andóf í fæðingu undirbúa stofnanir auðvaldsins víðtækt eftirlitskerfi með borgurunum. Á vegum vestrænna ríkja, ekki síst Evrópusambandsins, er verið að undirbúa víðtækt eftirlit með borgurunum, á öllum sviðum. Eftirlitskerfi lögreglunnar á tímum nasista og kommúnistastjórna mun þykja viðvaningsverk í samanburði við það sem er nú í smíðum. Verið er að stefna samfélögum okkar í átt að Orwell-ríki, þar sem allar athafnir hvers einstaklings, frá vöggu til grafar, verða skráðar og tiltækar þeim sem valdið hafa. Hér er ekki rými til að tiltaka allar hugmyndir sem eru annaðhvort á teikniborðinu eða þegar komnar til framkvæmda. Flestum er ekki ljóst hve langt á veg við erum þegar komin á leið í þetta framtíðarríki. Þótt margt í þessum undirbúningi fari fram fyrir luktum dyrum, er unnt að finna ógrynni opinberra upplýsinga um þennan undirbúning, m.a. í skjölum Evrópusambandsins. Hér er listi yfir 23 ráðstafanir sem þegar hafa verið gerðar eða eru í undirbúningi. Sumar þeirra eru þegar orðnar að lögum á Íslandi.
  1. Hervæðing borgaralegra stofnana;
  2. Sérstök hryðjuverkalög með tilheyrandi skerðingu mannréttinda;
  3. Ítarlegar „öryggisráðstafanir“ á flugvöllum;
  4. Víðtæk lög gegn hryðjuverkavá á skipum og í höfnum;
  5. Útvíkkaðar heimildir lögreglunnar til símahlerana;
  6. Eftirlit með tölvupósti og reglur um gagnageymslu netþjóna;
  7. Eftirlit með vefheimsóknum;
  8. Auknar heimildir til húsaleitar;
  9. Leynilegt eftirlit með peningasendingum einstaklinga í gegnum bankakerfið;
  10. Lög sem skylda einstaklinga til að veita bönkum upplýsingar um eigur, skuldir og tekjur;
  11. Söfnun persónuupplýsinga á heilbrigðissviðinu á vegum stórfyrirtækja;
  12. Söfnun upplýsinga um nemendur í miðlæga gagnabanka (á tilraunastigi í Bretlandi);
  13. Upplýsingar um flugferðir einstaklinga, sendar sjálfkrafa til bandarísku leyniþjónustunnar;
  14. Uppsetning eftirlitsmyndavéla á almannafæri;
  15. Uppsetning eftirlitsmyndavéla í skólum og öðrum opinberum stofnunum;
  16. Auknar lagaheimildir til einkarekinna öryggisfyrirtæka;
  17. Stafræn vegabréf;
  18. Söfnun DNA-upplýsinga og fingrafara í alþjóðlegum gagnabönkum;
  19. Alþjóðavæðing lögreglustarfa;
  20. Undanþágur frá lögum handa ýmsum hópum embættis-, lögreglu og hermanna sem kynnu að fremja brot;
  21. Tillögur á vegum ESB um GPS-tæki í bílum, svo lögreglan geti fylgst með ferðum hvers ökutækis og staðsetningu þess;
  22. Þróun tækja sem senda frá sér staðsetningu einstaklinga til gervihnatta og unnt er að festa undir húðinni;
  23. Þróun örsenda sem yrðu byggðir inn í einstökum vörum og gera kleift að fylgja vörunni frá verslun til neytandans.

Færslur

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður

Janúarmálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00. …

SHA_forsida_top

Frásögn frá Kúrdistan

Frásögn frá Kúrdistan

Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er …

SHA_forsida_top

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á …

SHA_forsida_top

Raddir frá Íran

Raddir frá Íran

Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október. Matseldinn verður í höndum …

SHA_forsida_top

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að …

SHA_forsida_top

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Bjarki …

SHA_forsida_top

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Þegar ég fæddist fyrir nærri því 79 árum geisaði stríð í heiminum, grimmileg landvinningastyrjöld sem …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Efnt verður til kertafleytinga á fjórum stöðum þriðjudagskvöldið 9. ágúst, á Nagasakí-daginn, til að minnast …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Sjaldan eða aldrei hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum en nú. Friðarsinnar í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Friðaryfirlýsing

Friðaryfirlýsing

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2022

1. maí kaffi SHA 2022

Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var …