BREYTA

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Í dag, sunnudaginn 1. október, fór hópur herstöðvaandstæðinga um Suðurnes til að sannreyna að bandaríski herinn væri farinn. Áður hafði verið kannað hvort einhverjar hömlur yrðu lagðar á aðgengi hópsins að herstöðvarsvæðinu og kom þá í ljós að hafa þyrfti samband við yfirvöld. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tók það að sér og hófust þá bréfaskipti milli hans og yfirvalda, fyrst embættis lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli og síðan utanríkisráðuneytisins og varð úr þessu allmikill skjalabunki, en leyfið fékkst, þó þannig að hópurinn færi í lögreglufylgd og ekki yrði dreginn fáni að hún enda væri svæðið undir stjórn opinbers yfirvalds og í þess verkahrings eins að draga fána að húni. PA010025 Hópurinn fór í rútu og var fyrst ekið inn í Reykjanesbæ og undir góðri leiðsögn farið hjá mengunarsvæðum, svo sem Nikklesvæðinu svokallaða, en síðan var ekið að herstöðinni þar sem lögregla beið hópsins við hliðið. Var síðan ekið um mannlausa herstöðina í fylgd kurteisra lögreglumanna og farið út úr rútunni og bornir fánar og spjöld, en allt mun það hafa verið innan þeirra reglna sem raktar voru í skjölum yfirvalda. Varð ekki annað séð en allt herlið væri farið. Ekki var gengið úr skugga um hvort öll hergögn væru farin enda ekki litið inn í flugskýli og geymslur, en ein þota er þar þó enn, en sú mun vera safngripur. grindavik Síðan ver ekið hjá Höfnum suður á Reykjanes og þaðan til Grindavíkur, en þar hafa Bandaríkjamenn enn afmarkað svæði til afnota skv. 5. grein hins nýgerða samnings: „Bandaríkin skulu halda fjarskiptastöðinni við Grindavík sem varnarsvæði og bera ábyrgð á áframhaldandi viðhaldi og rekstri hennar.“ Rammleg girðing er kringum fjarskiptastöðina en engu að síður varð eftir innan girðingarinnar sjald með hinu gamla kjörorði herstöðvaandstæðinga, „Ísland úr NATO - herinn burt“, sem og lítill íslenskur fáni, hvernig svo sem það gat nú gerst. Herstöðvaandstæðingar munu að sjálfsögðu halda áfram að andæfa bandarískri hersetu meðan þetta svo kallaða varnarsvæði er þarna. Kannski má segja að landið sé herlaust, en herstöðvalaust er það ekki enn. Rétt er líka að minna á að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem fylgir samningnum segir: „Jafnframt verður skilgreint sérstakt svæði á flugvellinum, undir yfirstjórn utanríkisráðherra, sem verður til afnota vegna æfinga á vegum Bandaríkjamanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins eða annarra hernðarþarfa.“ (8. liður). Fleiri atriði í þessum samningi og samkomulagi honum tengdu er mjög gagnrýniverð. För herstöðvaandstæðinga lauk þar sem hún hófst, í Friðarhúsinu, og var þar mættur Hröður Torfason sem spilaði og söng fyrir ferðalangana. Og veðurguðirnir skörtuðu sínu fegursta og var mál manna að sólin sjálf kættist nú yfir herlausu landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.