BREYTA

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Í dag, sunnudaginn 1. október, fór hópur herstöðvaandstæðinga um Suðurnes til að sannreyna að bandaríski herinn væri farinn. Áður hafði verið kannað hvort einhverjar hömlur yrðu lagðar á aðgengi hópsins að herstöðvarsvæðinu og kom þá í ljós að hafa þyrfti samband við yfirvöld. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tók það að sér og hófust þá bréfaskipti milli hans og yfirvalda, fyrst embættis lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli og síðan utanríkisráðuneytisins og varð úr þessu allmikill skjalabunki, en leyfið fékkst, þó þannig að hópurinn færi í lögreglufylgd og ekki yrði dreginn fáni að hún enda væri svæðið undir stjórn opinbers yfirvalds og í þess verkahrings eins að draga fána að húni. PA010025 Hópurinn fór í rútu og var fyrst ekið inn í Reykjanesbæ og undir góðri leiðsögn farið hjá mengunarsvæðum, svo sem Nikklesvæðinu svokallaða, en síðan var ekið að herstöðinni þar sem lögregla beið hópsins við hliðið. Var síðan ekið um mannlausa herstöðina í fylgd kurteisra lögreglumanna og farið út úr rútunni og bornir fánar og spjöld, en allt mun það hafa verið innan þeirra reglna sem raktar voru í skjölum yfirvalda. Varð ekki annað séð en allt herlið væri farið. Ekki var gengið úr skugga um hvort öll hergögn væru farin enda ekki litið inn í flugskýli og geymslur, en ein þota er þar þó enn, en sú mun vera safngripur. grindavik Síðan ver ekið hjá Höfnum suður á Reykjanes og þaðan til Grindavíkur, en þar hafa Bandaríkjamenn enn afmarkað svæði til afnota skv. 5. grein hins nýgerða samnings: „Bandaríkin skulu halda fjarskiptastöðinni við Grindavík sem varnarsvæði og bera ábyrgð á áframhaldandi viðhaldi og rekstri hennar.“ Rammleg girðing er kringum fjarskiptastöðina en engu að síður varð eftir innan girðingarinnar sjald með hinu gamla kjörorði herstöðvaandstæðinga, „Ísland úr NATO - herinn burt“, sem og lítill íslenskur fáni, hvernig svo sem það gat nú gerst. Herstöðvaandstæðingar munu að sjálfsögðu halda áfram að andæfa bandarískri hersetu meðan þetta svo kallaða varnarsvæði er þarna. Kannski má segja að landið sé herlaust, en herstöðvalaust er það ekki enn. Rétt er líka að minna á að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem fylgir samningnum segir: „Jafnframt verður skilgreint sérstakt svæði á flugvellinum, undir yfirstjórn utanríkisráðherra, sem verður til afnota vegna æfinga á vegum Bandaríkjamanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins eða annarra hernðarþarfa.“ (8. liður). Fleiri atriði í þessum samningi og samkomulagi honum tengdu er mjög gagnrýniverð. För herstöðvaandstæðinga lauk þar sem hún hófst, í Friðarhúsinu, og var þar mættur Hröður Torfason sem spilaði og söng fyrir ferðalangana. Og veðurguðirnir skörtuðu sínu fegursta og var mál manna að sólin sjálf kættist nú yfir herlausu landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …