BREYTA

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að stofna varnarmálaráðuneyti. Hver óvinurinn er gegnir öðru máli. Nefndir hafa verið til sögunar Rússar, Talibanar, hryðjuverkamenn og ef til vill fleiri. Í dag er Ísland þátttakandi í árásarstríði í Afganistan og í hópi hinna viljugu í hernámi Íraks. Með vitlausri utanríkisstefnu er vissulega hægt að eignast óvini en þó er ég nokkuð viss að það muni þá helst bitna á fyrirtækjum, sendiráðum og Íslendingum erlendis. Ekki hef ég heyrt að milljarðarnir eigi að fara í annað en eltingarleik við fornar rússneskar flugvélar og er þetta brölt kallað loftrýmisgæsla eða einhvað enn vitlausara. Í sömu viku og varnarmálaráðuneytið er opnað ríður jarðskjálfti yfir Suðurland. Í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing kemur fram að hugsanlega hefði verið hægt að sjá fyrir um jarðskjálftann nokkrum stundum fyrr ef veðurstofan hefði fengið fé til að klára uppbyggingu hugbúnaðar sem les fljótt og rétt úr þeim upplýsingum sem fram komu í aðdraganda skjálftans, út frá þeim rannsóknum og gagnasöfnum sem til eru. Í mínum huga er það óvéfengjanlegt að helsti óvinur Íslendinga eru náttúruöflin: jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð, sjávarflóð, ofsaveður og fleira. Varnir Íslands eru fólgnar í að verja okkur fyrir náttúruöflunum, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hver mínúta getur verið dýrmæt og bjargað mannslífum. Það er dapurlegt að heyra af óánægju og uppsögnum hjá stofnun eins og Veðurstofunni, vegna sparnaðar og rangra stjórnunarhátta, þegar hægt er að eyða óendanlega miklu í hégóma og hernaðarbrölt. Ísland á að vera í forystu í náttúruvísindum og væri það veglegt framlag til friðar og mannúðarmála. Þar eiga milljarðarnir heima. Ísland úr Nató. Leggjum varnarmálaráðuneytið niður þegar í stað og verjum sameiginlegum fjármunum okkar í þágu friðar og framfara.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …