BREYTA

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að stofna varnarmálaráðuneyti. Hver óvinurinn er gegnir öðru máli. Nefndir hafa verið til sögunar Rússar, Talibanar, hryðjuverkamenn og ef til vill fleiri. Í dag er Ísland þátttakandi í árásarstríði í Afganistan og í hópi hinna viljugu í hernámi Íraks. Með vitlausri utanríkisstefnu er vissulega hægt að eignast óvini en þó er ég nokkuð viss að það muni þá helst bitna á fyrirtækjum, sendiráðum og Íslendingum erlendis. Ekki hef ég heyrt að milljarðarnir eigi að fara í annað en eltingarleik við fornar rússneskar flugvélar og er þetta brölt kallað loftrýmisgæsla eða einhvað enn vitlausara. Í sömu viku og varnarmálaráðuneytið er opnað ríður jarðskjálfti yfir Suðurland. Í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing kemur fram að hugsanlega hefði verið hægt að sjá fyrir um jarðskjálftann nokkrum stundum fyrr ef veðurstofan hefði fengið fé til að klára uppbyggingu hugbúnaðar sem les fljótt og rétt úr þeim upplýsingum sem fram komu í aðdraganda skjálftans, út frá þeim rannsóknum og gagnasöfnum sem til eru. Í mínum huga er það óvéfengjanlegt að helsti óvinur Íslendinga eru náttúruöflin: jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð, sjávarflóð, ofsaveður og fleira. Varnir Íslands eru fólgnar í að verja okkur fyrir náttúruöflunum, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hver mínúta getur verið dýrmæt og bjargað mannslífum. Það er dapurlegt að heyra af óánægju og uppsögnum hjá stofnun eins og Veðurstofunni, vegna sparnaðar og rangra stjórnunarhátta, þegar hægt er að eyða óendanlega miklu í hégóma og hernaðarbrölt. Ísland á að vera í forystu í náttúruvísindum og væri það veglegt framlag til friðar og mannúðarmála. Þar eiga milljarðarnir heima. Ísland úr Nató. Leggjum varnarmálaráðuneytið niður þegar í stað og verjum sameiginlegum fjármunum okkar í þágu friðar og framfara.

Færslur

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 24. febrúar nk. Matseldinn verður í höndum Daníels Hauks Arnarssonar …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Íslenska sveitin eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir fáeinum misserum. …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Þrjár friðargöngur verða á Þorláksmessu. Í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Tvær þær fyrstnefndu …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, ath. breyttan tíma.

SHA_forsida_top

Fréttir frá landsfundi SHA

Fréttir frá landsfundi SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi 25.-26. nóvember. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum. Hana …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur standa yfir á vefnum. Á næstu dögum mun síðan taka breytingum og meira efni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011 verður haldinn 25.-26. nóvember í Friðarhúsi Dagskrá: Föstudagur 25. nóv. …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA - fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, fös. 2. desember Glæsilegt jólahlaðborð í Friðarhúsi. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

Miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna, 12. mars 2016. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður mánudaginn 14. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi. Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í …

SHA_forsida_top

Friðarmál

Friðarmál

Innrásin, stríðið, þáttur Íslands, mótmæli og fleira Iraq War - Wikipedia. Hér …

SHA_forsida_top

Menning á málsverði

Menning á málsverði

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn á föstudagskvöldið kl. 19. Auk lasagne-veislu þeirra Þorvalds Þorvaldssonar og Elíasar …

SHA_forsida_top

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 4. nóvember nk. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Að þessu sinni munu miðnefndarfulltúarnir Elías …

SHA_forsida_top

Málsverður 4. nóv.

Málsverður 4. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður ekki í kvöld, 28. okt., heldur að viku liðinni fös. 4. nóv. …