BREYTA

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að stofna varnarmálaráðuneyti. Hver óvinurinn er gegnir öðru máli. Nefndir hafa verið til sögunar Rússar, Talibanar, hryðjuverkamenn og ef til vill fleiri. Í dag er Ísland þátttakandi í árásarstríði í Afganistan og í hópi hinna viljugu í hernámi Íraks. Með vitlausri utanríkisstefnu er vissulega hægt að eignast óvini en þó er ég nokkuð viss að það muni þá helst bitna á fyrirtækjum, sendiráðum og Íslendingum erlendis. Ekki hef ég heyrt að milljarðarnir eigi að fara í annað en eltingarleik við fornar rússneskar flugvélar og er þetta brölt kallað loftrýmisgæsla eða einhvað enn vitlausara. Í sömu viku og varnarmálaráðuneytið er opnað ríður jarðskjálfti yfir Suðurland. Í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing kemur fram að hugsanlega hefði verið hægt að sjá fyrir um jarðskjálftann nokkrum stundum fyrr ef veðurstofan hefði fengið fé til að klára uppbyggingu hugbúnaðar sem les fljótt og rétt úr þeim upplýsingum sem fram komu í aðdraganda skjálftans, út frá þeim rannsóknum og gagnasöfnum sem til eru. Í mínum huga er það óvéfengjanlegt að helsti óvinur Íslendinga eru náttúruöflin: jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð, sjávarflóð, ofsaveður og fleira. Varnir Íslands eru fólgnar í að verja okkur fyrir náttúruöflunum, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hver mínúta getur verið dýrmæt og bjargað mannslífum. Það er dapurlegt að heyra af óánægju og uppsögnum hjá stofnun eins og Veðurstofunni, vegna sparnaðar og rangra stjórnunarhátta, þegar hægt er að eyða óendanlega miklu í hégóma og hernaðarbrölt. Ísland á að vera í forystu í náttúruvísindum og væri það veglegt framlag til friðar og mannúðarmála. Þar eiga milljarðarnir heima. Ísland úr Nató. Leggjum varnarmálaráðuneytið niður þegar í stað og verjum sameiginlegum fjármunum okkar í þágu friðar og framfara.

Færslur

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Lasagne & grænmetisréttur

Lasagne & grænmetisréttur

Fjáröflunarmálsverður verður haldinn í Friðarhúsi föstudaginn 28. mars. Þorvaldur Þorvaldsson eldar lasagne og Harpa Stefánsdóttir …

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

28. febrúar síðastliðinn var lagt fyrir Alþingi Frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið mánudaginn 17. mars kl. 5

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið mánudaginn 17. mars kl. 5

Mótmælastaða verður við kínverska sendiráðið Víðimel 29 klukkan 5 í dag, 17. mars, til stuðnings …

SHA_forsida_top

Stríðinu verður að linna - útifundur á Ingólfstorgi 15. mars

Stríðinu verður að linna - útifundur á Ingólfstorgi 15. mars

Nokkur hundruð manns komu saman á Ingólfstorgi í dag, 15. mars í tilefni af alþjóðlegum …

SHA_forsida_top

15. mars – stíðinu verður að linna

15. mars – stíðinu verður að linna

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Sjá nánar Tillögur …

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Dagskrá Ávörp: Hjalti Hugason prófessor …

SHA_forsida_top

Munið 15. mars!

Munið 15. mars!

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13. Mótmælum stríðinu í Írak! Mótmælum hernaðarhyggju og heimsvaldastefnu! Stuðlum að …

SHA_forsida_top

Friðargæsluliðar til Afganistan - röng ákvörðun segir Morgunblaðið

Friðargæsluliðar til Afganistan - röng ákvörðun segir Morgunblaðið

Ákveðið hefur verið að senda fjóra friðargæsluliða frá Íslandi til Afganistan á næstunni til viðbótar …

SHA_forsida_top

8. mars kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

8. mars kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn …

SHA_forsida_top

Stöðvum fjöldamorðin á Gaza - útifundur á Lækjartorgi miðvikudaginn 5. mars kl. 12:15

Stöðvum fjöldamorðin á Gaza - útifundur á Lækjartorgi miðvikudaginn 5. mars kl. 12:15

Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Utanríkismálanefnd Alþingis sendi í síðasta mánuði Samtökum hernaðarandstæðinga til umsagnar frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga. Samtökin …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Ísland-Palestína

Stjórnarfundur Ísland-Palestína

Stjórn Íslands-Palestínu fundar í Friðarhúsi.