BREYTA

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að stofna varnarmálaráðuneyti. Hver óvinurinn er gegnir öðru máli. Nefndir hafa verið til sögunar Rússar, Talibanar, hryðjuverkamenn og ef til vill fleiri. Í dag er Ísland þátttakandi í árásarstríði í Afganistan og í hópi hinna viljugu í hernámi Íraks. Með vitlausri utanríkisstefnu er vissulega hægt að eignast óvini en þó er ég nokkuð viss að það muni þá helst bitna á fyrirtækjum, sendiráðum og Íslendingum erlendis. Ekki hef ég heyrt að milljarðarnir eigi að fara í annað en eltingarleik við fornar rússneskar flugvélar og er þetta brölt kallað loftrýmisgæsla eða einhvað enn vitlausara. Í sömu viku og varnarmálaráðuneytið er opnað ríður jarðskjálfti yfir Suðurland. Í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing kemur fram að hugsanlega hefði verið hægt að sjá fyrir um jarðskjálftann nokkrum stundum fyrr ef veðurstofan hefði fengið fé til að klára uppbyggingu hugbúnaðar sem les fljótt og rétt úr þeim upplýsingum sem fram komu í aðdraganda skjálftans, út frá þeim rannsóknum og gagnasöfnum sem til eru. Í mínum huga er það óvéfengjanlegt að helsti óvinur Íslendinga eru náttúruöflin: jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð, sjávarflóð, ofsaveður og fleira. Varnir Íslands eru fólgnar í að verja okkur fyrir náttúruöflunum, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hver mínúta getur verið dýrmæt og bjargað mannslífum. Það er dapurlegt að heyra af óánægju og uppsögnum hjá stofnun eins og Veðurstofunni, vegna sparnaðar og rangra stjórnunarhátta, þegar hægt er að eyða óendanlega miklu í hégóma og hernaðarbrölt. Ísland á að vera í forystu í náttúruvísindum og væri það veglegt framlag til friðar og mannúðarmála. Þar eiga milljarðarnir heima. Ísland úr Nató. Leggjum varnarmálaráðuneytið niður þegar í stað og verjum sameiginlegum fjármunum okkar í þágu friðar og framfara.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi