BREYTA

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að stofna varnarmálaráðuneyti. Hver óvinurinn er gegnir öðru máli. Nefndir hafa verið til sögunar Rússar, Talibanar, hryðjuverkamenn og ef til vill fleiri. Í dag er Ísland þátttakandi í árásarstríði í Afganistan og í hópi hinna viljugu í hernámi Íraks. Með vitlausri utanríkisstefnu er vissulega hægt að eignast óvini en þó er ég nokkuð viss að það muni þá helst bitna á fyrirtækjum, sendiráðum og Íslendingum erlendis. Ekki hef ég heyrt að milljarðarnir eigi að fara í annað en eltingarleik við fornar rússneskar flugvélar og er þetta brölt kallað loftrýmisgæsla eða einhvað enn vitlausara. Í sömu viku og varnarmálaráðuneytið er opnað ríður jarðskjálfti yfir Suðurland. Í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing kemur fram að hugsanlega hefði verið hægt að sjá fyrir um jarðskjálftann nokkrum stundum fyrr ef veðurstofan hefði fengið fé til að klára uppbyggingu hugbúnaðar sem les fljótt og rétt úr þeim upplýsingum sem fram komu í aðdraganda skjálftans, út frá þeim rannsóknum og gagnasöfnum sem til eru. Í mínum huga er það óvéfengjanlegt að helsti óvinur Íslendinga eru náttúruöflin: jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð, sjávarflóð, ofsaveður og fleira. Varnir Íslands eru fólgnar í að verja okkur fyrir náttúruöflunum, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hver mínúta getur verið dýrmæt og bjargað mannslífum. Það er dapurlegt að heyra af óánægju og uppsögnum hjá stofnun eins og Veðurstofunni, vegna sparnaðar og rangra stjórnunarhátta, þegar hægt er að eyða óendanlega miklu í hégóma og hernaðarbrölt. Ísland á að vera í forystu í náttúruvísindum og væri það veglegt framlag til friðar og mannúðarmála. Þar eiga milljarðarnir heima. Ísland úr Nató. Leggjum varnarmálaráðuneytið niður þegar í stað og verjum sameiginlegum fjármunum okkar í þágu friðar og framfara.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …