BREYTA

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að stofna varnarmálaráðuneyti. Hver óvinurinn er gegnir öðru máli. Nefndir hafa verið til sögunar Rússar, Talibanar, hryðjuverkamenn og ef til vill fleiri. Í dag er Ísland þátttakandi í árásarstríði í Afganistan og í hópi hinna viljugu í hernámi Íraks. Með vitlausri utanríkisstefnu er vissulega hægt að eignast óvini en þó er ég nokkuð viss að það muni þá helst bitna á fyrirtækjum, sendiráðum og Íslendingum erlendis. Ekki hef ég heyrt að milljarðarnir eigi að fara í annað en eltingarleik við fornar rússneskar flugvélar og er þetta brölt kallað loftrýmisgæsla eða einhvað enn vitlausara. Í sömu viku og varnarmálaráðuneytið er opnað ríður jarðskjálfti yfir Suðurland. Í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing kemur fram að hugsanlega hefði verið hægt að sjá fyrir um jarðskjálftann nokkrum stundum fyrr ef veðurstofan hefði fengið fé til að klára uppbyggingu hugbúnaðar sem les fljótt og rétt úr þeim upplýsingum sem fram komu í aðdraganda skjálftans, út frá þeim rannsóknum og gagnasöfnum sem til eru. Í mínum huga er það óvéfengjanlegt að helsti óvinur Íslendinga eru náttúruöflin: jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð, sjávarflóð, ofsaveður og fleira. Varnir Íslands eru fólgnar í að verja okkur fyrir náttúruöflunum, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hver mínúta getur verið dýrmæt og bjargað mannslífum. Það er dapurlegt að heyra af óánægju og uppsögnum hjá stofnun eins og Veðurstofunni, vegna sparnaðar og rangra stjórnunarhátta, þegar hægt er að eyða óendanlega miklu í hégóma og hernaðarbrölt. Ísland á að vera í forystu í náttúruvísindum og væri það veglegt framlag til friðar og mannúðarmála. Þar eiga milljarðarnir heima. Ísland úr Nató. Leggjum varnarmálaráðuneytið niður þegar í stað og verjum sameiginlegum fjármunum okkar í þágu friðar og framfara.

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …