BREYTA

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig vef Þjóðarhreyfingarinnar. Hvers vegna lét George Bush eldri staðar numið við landamæri Íraks eftir að hafa hrakið her Saddams Hússeins yfir landamærin í stað þess að fyrirskipa ameríska hernum að halda áfram til Bagdad og steypa harðstjóranum af stóli? Ein skýring, sem gefin var á þeim tíma var sú, að umboðið sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu gefið fjölþjóðahernum hafi einungis náð til þess að frelsa Kúveit úr klóm hans. En fleiri skýringar komu fram á þeim tíma. Flóabardaga lauk 3. mars 1991. Hermálaráðherra George Bush eldra, Dick Cheney að nafni (varaforseti hins yngra Bush), gaf þessa skýringu í apríl: „Þó svo að að við næðum Bagdad á okkar vald, er ekki ljóst hvað við gætum gert. Það er ekki ljóst hvers konar stjórn við gætum sett á laggirnar í stað þeirrar, sem nú er þar... Hver yrði trúverðugleiki stjórnar sem komið væri á fót þar í skjóli amerísks hers?... Það að blanda ameríska hernum í borgarastyrjöld í Írak mundi falla undir skilgreininguna kviksyndi og við höfum alls enga löngun til að sitja fastir í slíku fúafeni.“ Greinilegt er af þessum orðum að hermálaráðherrann er þá enn minnugur ófara ameríska hersins í Víetnam. Orðið „kviksyndi“ (quagmire) hefur einmitt verið notað um þá stöðu sem amerískur hernaðarmáttur lenti í þar og engir tæknilegir hernaðaryfirburðir megnuðu að bjarga frá smánarlegum hrakförum. Paul Wolfowits, aðstoðarhermálaráðherra á þessum tíma (nú bankastjóri Alþjóðabankans), skrifaði líka í grein 1994: „Til þess að velta Saddam Hússein úr sessi hefði ekkert minna dugað en algert hernám Íraks.... Jafnvel þótt það hefði gengið auðveldlega fyrir sig í upphafi, þá er það og verður óljóst, hvernig og hvenær slíkt hernám hefði endað.“ Og þremur árum seinna sagði Wolfowits: „Ný ríkisstjórn í Írak hefði orðið að vera á forræði og ábyrgð Bandaríkjanna. Hugsanlega hefði slík skipan mála leitt til meira eða minna varanlegs hernáms Bandaríkjanna á landi, ófæru um að stjórna sjálfu sér, en þar sem fyrirmæli erlenda hernámsliðsins sættu sívaxandi gremju og vanþóknun heimamanna.“ Þessi orð sýna að klíka þeirra manna, sem síðar skipuðu sér undir merki George Bush yngra vissi fullvel hvílíku hættuspili þeir hrundu af stað með innrásinni í Írak, en hikuðu þó ekki við að beita fyrir sig hagræðingu staðreynda og beinum lygum til að hafa sitt fram og snúa almenningsálitinu með sér til beinnar hernaðaríhlutunar í málefni Miðausturlanda, pólitískt eldfimasta svæðis hnattarins. Hér er ekki rúm til að fara út í, hvað kann að hafa valdið þeim sinnaskiptum en um það sagði Michael Scheuer, sem starfað hafði í 22 ár á vegum CIA og þar af í fjögur ár sem sérfræðingur um málefni al Kaída, í bók sinni Ofurdramb heimsveldis: Hvers vegna Vestrið er að tapa stríðinu gegn hryðjuverkum: „Herir Bandaríkjanna og stefna þeirra eru að ná því marki sem Osama bin Laden hefur stefnt að síðan 1990 með takmörkuðum árangri, semsé að snúa gervöllum heimi Íslams til róttækni. Af því tel ég sanngjarnt að draga þá ályktun að Bandaríkin séu orðin hinn eini ómissandi bandamaður bin Ladens.“ Scheuer sagði af sér sem starfsmaður CIA 2004, þegar hann hafði komist að þeirri niðurstöðu, að „það að vera löghlýðinn bandarískur þjóðfélagsþegn er ekki lengur samrýmanlegt því að vera góður og gegn starfsmaður í æðstu stöðum CIA.“ En hernám bitnar ekki aðeins á hinum hernumdu. Það hefur líka sín áhrif á hugarfar og gerðir herraþjóðanna. Fjörutíu ára hernám Ísraels á Vesturbakkanum hefur ýtt undir fasískar tilhneigingar í stjórnmálum, her og leyniþjónustu Ísraelsríkis. Svo mjög að fyrir ekki alllöngu kvað ráðherra í ríkisstjórn landsins upp úr með það opinberlega að ákveðnar aðgerðir Ísraelshers gegn aröbum minntu sig á aðgerðir nasista gegn Gyðingum í heimsstyrjöldinni. Æ fleiri Bandaríkjamenn telja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þeirri þróun í átt til lögregluríkis, sem átt hefur sér stað í stjórnartíð George Bush með beinum árásum yfirvalda í Hvíta húsinu og dómsmálaráðuneytinu á stjórnarskrárréttindi borgaranna, víðtækum heimildum „föðurlandsvinalaganna“, stórauknu snuðri njósnastofnana um símtöl og tölvupóst borgaranna, skerðingu lagaákvæða um vernd borgaranna gegn fangelsun án dóms og laga, heimilda til hers og leynilögreglu að reka leynileg fangelsi innan og utan bandarískra yfirráðasvæða og pynta grunaða hryðjuverkamenn til sagna, lögbundnum undanþágum frá Genfarsamþykktum um meðferð stríðsfanga, og groddalegum yfirlýsingum um að Bandaríkin séu hafin yfir allar alþjóðasamþykktir og sáttmála, ef þeim svo sýnist. Það verður mikið verk fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina alla að snúa ofan af þeim markvisst skipulögðu árásum á vestræn lýðréttindi og gildi sem George Bush hefur gert með Osama bin Laden að blóraböggli og bakhjarli. En þýðingarmest af öllu er að byrja á byrjuninni: Afnámi hernáms Bandaríkjanna og Ísraels á löndum araba í Miðausturlöndum, áður en það nær að eitra allt andrúmsloft vestrænna gilda og siðmenningar jafnt heimafyrir sem á öðrum menningarsvæðum.

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …