BREYTA

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

End the War Eins og kom fram í fréttum hér á síðunni 10. janúar (sjá hér neðar á síðunni) er stefnt að mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu dagana 18.-20. mars. Sagt var frá því að samtökin Stop the War Coalition í Bretlandi og ANSWER (Act Now to Stop War & End Racism) í Bandaríkjunum séu farin að undirbúa aðgerðir. Nú hafa samtökin United for Peace and Justice (UFPJ) einnig boðað aðgerðir í Bandaríkjunum undir kjörorðunum „Þremur árum of lengi“ (Three Years Too Many) og og „Stöðvið stríðið – kallið hersveitirnar heim strax“. UFPJ eru stærstu regnhlífarsamtök friðarhreyfinga í Bandaríkjunum, stofnuð í 25. október 2002. Samtökin hafa deildir eða aðildarfélög um gjörvöll Bandaríkin og hugmyndin er að það verði aðgerðir hvarvetna í Bandaríkjunum vikuna 15. til 22. mars. Væntanlega verða aðgerðir víða um heim helgina 18.-19. mars. Miðnefnd SHA ákvað á fundi sínum 11. janúar að stefna að aðgerðum í Reykjavík laugardaginn 18. mars. Nánar verður sagt frá undirbúningi og undirbúningsfundir auglýstir hér á síðunni þegar þar að kemur. Innrásin er ýmist sögð hafa hafist 19. eða 20. mars 2003. Í Evrópu er miðað við 20. mars, í Ameríku 19. mars. Ástæðan er sú að innrásin hófst aðfaranótt 20. mars, um það bil kl. hálf sex að staðartíma í Írak. Í Ameríku var ekki enn komið miðnætti og því var ennþá 19. mars þar.

Færslur

SHA_forsida_top

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp …

SHA_forsida_top

Minningar frá Hiroshima

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á Akureyri stóð Samstarfshópur um frið (SHA og ÆSKÞ) að kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst. Það fylgir hér …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Munið kertafleytingarnar á Reykjavíkurtjörn miðvikudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 og á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst …

SHA_forsida_top

Munu þeir ráðast á Íran?

Munu þeir ráðast á Íran?

Í dag, 2. ágúst, eru mótmælaaðgerðir víðsvegar um Bandaríkin gegn hugsanlegri innrás í Íran. …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst

Kertafleyting 6. ágúst

Veggspjöld til útprentunar (pdf): Kertafleyting 2008

SHA_forsida_top

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Samarendra Das er inverskur rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og aktívisti, sem berst gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Ál og hergagnaframleiðsla.

SHA_forsida_top

Friðflytjendur í Sundahöfn

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí …

SHA_forsida_top

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég …

SHA_forsida_top

30. mars 1949

30. mars 1949

Eftirfarandi grein Jóns Böðvarssonar og Þorvarðar Helgasonar birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2008. Við leyfum …