BREYTA

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

End the War Eins og kom fram í fréttum hér á síðunni 10. janúar (sjá hér neðar á síðunni) er stefnt að mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu dagana 18.-20. mars. Sagt var frá því að samtökin Stop the War Coalition í Bretlandi og ANSWER (Act Now to Stop War & End Racism) í Bandaríkjunum séu farin að undirbúa aðgerðir. Nú hafa samtökin United for Peace and Justice (UFPJ) einnig boðað aðgerðir í Bandaríkjunum undir kjörorðunum „Þremur árum of lengi“ (Three Years Too Many) og og „Stöðvið stríðið – kallið hersveitirnar heim strax“. UFPJ eru stærstu regnhlífarsamtök friðarhreyfinga í Bandaríkjunum, stofnuð í 25. október 2002. Samtökin hafa deildir eða aðildarfélög um gjörvöll Bandaríkin og hugmyndin er að það verði aðgerðir hvarvetna í Bandaríkjunum vikuna 15. til 22. mars. Væntanlega verða aðgerðir víða um heim helgina 18.-19. mars. Miðnefnd SHA ákvað á fundi sínum 11. janúar að stefna að aðgerðum í Reykjavík laugardaginn 18. mars. Nánar verður sagt frá undirbúningi og undirbúningsfundir auglýstir hér á síðunni þegar þar að kemur. Innrásin er ýmist sögð hafa hafist 19. eða 20. mars 2003. Í Evrópu er miðað við 20. mars, í Ameríku 19. mars. Ástæðan er sú að innrásin hófst aðfaranótt 20. mars, um það bil kl. hálf sex að staðartíma í Írak. Í Ameríku var ekki enn komið miðnætti og því var ennþá 19. mars þar.

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …