BREYTA

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

PinterÞað var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. Harold Pinter hefur auðvitað löngu sannað sig sem eitt ágætasta leikritaskáld síðustu aldar, en þar fyrir utan hefur hann verið óþreytandi baráttumaður fyrir friði og réttlæti og hefur tekið virkan þátt í andófinu gegn innrásinni í Írak og hernáminu. Ræða, sem Pinter flutti í tilefni verðlaunaafhendingarinnar 7. desember, hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í upphafi ræðu sinnar rifjar hann upp gömul ummæli sín um að hlutur þurfi ekki endilega að vera annaðhvort sannur eða ósannur, hann geti bæði verið sannur og ósannur. Hann segist enn telja mikið til í þessu, einkum þegar veruleikinn er kannaður gegnum listina. En sem borgari geti hann ekki fallist á þetta. „Sem borgari verð ég að spyrja: Hvað er satt? Hvað er ósatt?“ Hann víkur síðan að leikritum sínum og frá tali um leikritið Mountain Language, sem hann skrifaði árið 1989 og lætur gerast í ónefndu fangelsi fyrir pólitíska fanga, leiðir hann talið að Abu Grail-fangelsinu í Baghdad, réttlætingunum fyrir innrásinni í Írak og ósannindunum í þeim og loks þróast ræðan yfir í samfellda ákæru gegn heimsvalda- og yfirgangsstefnu Bandaríkjanna og undirlægjuhátt breskra stjórnvalda. Ræðu Pinters má nálgast á bæði ensku og sænsku á vefsíðu Nóbelsnefndarinnar og einnig á heimasíðu skáldsins sjálfs. Umsagnir um ræðuna hafa birst víða, m.a. í bresku blöðunum Guardian og Observer og íslenska vefritinu Vefþjóðviljinn. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á stríðsrekstrinum í Miðausturlöndum. …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 31. október n.k. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Gestakokkur kvöldsins er friðardúfan, Mosfellingurinn og spurningakeppnisforkólfurinn …

SHA_forsida_top

Ameríka hér og þar

Ameríka hér og þar

Fimmtudagskvöldið 23. október munu MFÍK og SHA standa sameiginlega fyrir fundi í Friðarhúsi. Sólveig Anna …

SHA_forsida_top

Hervædd viðbrögð við ebólu

Hervædd viðbrögð við ebólu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir geysar versti ebólufaraldur sögunnar …

SHA_forsida_top

Dirty Wars á mánudagskvöld

Dirty Wars á mánudagskvöld

Heimildarmyndin Dirty Wars hefur vakið verðskuldaða athygli, en í henni er athyglinni beint að stríðsrekstri …

SHA_forsida_top

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Sem fyrr er ætlunin …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Eftirfarandi grein Gylfa Páls Hersis birtist fyrst í Fréttablaðinu fimmtudaginn 11. september, eftir að hafa …

SHA_forsida_top

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa sögulegu samantekt á málefnum Úkraínu. …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja á menningarnótt

Skiltasmiðja á menningarnótt

Samtök hernaðarandstæðinga láta til sín taka á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst og bjóða upp á …

SHA_forsida_top

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir …

SHA_forsida_top

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum meðfylgjandi grein til birtingar: Michael Bociurkiw var annar af …

SHA_forsida_top

Myndin af Anders Fogh

Myndin af Anders Fogh

Birgitta Bergþóru- Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti í dag athygli á sérkennilegri mynd af Anders Fogh …

SHA_forsida_top

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl. Kæra samferðafólk …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni á Tjörninni þann 6. ágúst. Þegar …