BREYTA

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

PinterÞað var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. Harold Pinter hefur auðvitað löngu sannað sig sem eitt ágætasta leikritaskáld síðustu aldar, en þar fyrir utan hefur hann verið óþreytandi baráttumaður fyrir friði og réttlæti og hefur tekið virkan þátt í andófinu gegn innrásinni í Írak og hernáminu. Ræða, sem Pinter flutti í tilefni verðlaunaafhendingarinnar 7. desember, hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í upphafi ræðu sinnar rifjar hann upp gömul ummæli sín um að hlutur þurfi ekki endilega að vera annaðhvort sannur eða ósannur, hann geti bæði verið sannur og ósannur. Hann segist enn telja mikið til í þessu, einkum þegar veruleikinn er kannaður gegnum listina. En sem borgari geti hann ekki fallist á þetta. „Sem borgari verð ég að spyrja: Hvað er satt? Hvað er ósatt?“ Hann víkur síðan að leikritum sínum og frá tali um leikritið Mountain Language, sem hann skrifaði árið 1989 og lætur gerast í ónefndu fangelsi fyrir pólitíska fanga, leiðir hann talið að Abu Grail-fangelsinu í Baghdad, réttlætingunum fyrir innrásinni í Írak og ósannindunum í þeim og loks þróast ræðan yfir í samfellda ákæru gegn heimsvalda- og yfirgangsstefnu Bandaríkjanna og undirlægjuhátt breskra stjórnvalda. Ræðu Pinters má nálgast á bæði ensku og sænsku á vefsíðu Nóbelsnefndarinnar og einnig á heimasíðu skáldsins sjálfs. Umsagnir um ræðuna hafa birst víða, m.a. í bresku blöðunum Guardian og Observer og íslenska vefritinu Vefþjóðviljinn. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Magnaður matseðill

Magnaður matseðill

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu vormisseri verður haldinn nk. föstudagskvöld, 28. maí. Kokkaþríeykið Jón …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning Íslands-Palestínu

Kvikmyndasýning Íslands-Palestínu

INSHALLAH - HEIMILDAKVIKMYND EFTIR MAURICE JACOBSEN Íbúar Gazastrandarinnar hafa lifað árum saman vi! hernám, umsátur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

Föstudagskvöldið 29. apríl verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi verður yfirkokkur og verður …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Skömmu fyrir hádegi fimmtudaginn 14. apríl komu þrjú þýsk herskip til hafnar í Reykjavík. Brandenburg …

SHA_forsida_top

Líbýustríði mótmælt

Líbýustríði mótmælt

Óformlegur hópur fólks sem andæft hefur stríðinu í Líbýu og þátttöku Nató í því boðar …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur friðaraðgerða

Undirbúningsfundur friðaraðgerða

Fundað í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. andófsaðgerðir

Undirbúningsfundur f. andófsaðgerðir

Lárus Páll Birgisson (Lalli sjúkraliði) boðar til fundar í Friðarhúsi föstudaginn 8. apríl kl. 20 …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna „loftrýmisgæslu“

Ályktun frá SHA vegna „loftrýmisgæslu“

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fréttir af því að hingað komi til lands kanadískar …

SHA_forsida_top

„Los cincos“ – Kúbumennirnir fimm

„Los cincos“ – Kúbumennirnir fimm

Kynningarfundur um mál fimmenninganna verður í sal MÍR, Hverfisgötu 105, fimmtudagskvöldið 31. mars klukkan 19:30. …

SHA_forsida_top

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Grein þessi birtist upphaflega á vefritinu Smugunni. Árið 2003 tóku tveir menn ákvörðun um að …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. mars. Kokkar kvöldsins verða Harpa Stefánsdóttir …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa þungum áhyggjum af hernaði og ofbeldisverkum í Miðausturlöndum liðinna daga. Í Jemen …

SHA_forsida_top

Hvað er málið með Líbýu?

Hvað er málið með Líbýu?

Þrátt fyrir margra vikna átök í Líbýu, hefur lítið farið fyrir dýpri umfjöllun um bakgrunn …

SHA_forsida_top

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vegna kjarnorkuslyssins í Japan Síðustu daga hafa fregnir af kjarnorkuslysinu …