BREYTA

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

PinterÞað var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. Harold Pinter hefur auðvitað löngu sannað sig sem eitt ágætasta leikritaskáld síðustu aldar, en þar fyrir utan hefur hann verið óþreytandi baráttumaður fyrir friði og réttlæti og hefur tekið virkan þátt í andófinu gegn innrásinni í Írak og hernáminu. Ræða, sem Pinter flutti í tilefni verðlaunaafhendingarinnar 7. desember, hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í upphafi ræðu sinnar rifjar hann upp gömul ummæli sín um að hlutur þurfi ekki endilega að vera annaðhvort sannur eða ósannur, hann geti bæði verið sannur og ósannur. Hann segist enn telja mikið til í þessu, einkum þegar veruleikinn er kannaður gegnum listina. En sem borgari geti hann ekki fallist á þetta. „Sem borgari verð ég að spyrja: Hvað er satt? Hvað er ósatt?“ Hann víkur síðan að leikritum sínum og frá tali um leikritið Mountain Language, sem hann skrifaði árið 1989 og lætur gerast í ónefndu fangelsi fyrir pólitíska fanga, leiðir hann talið að Abu Grail-fangelsinu í Baghdad, réttlætingunum fyrir innrásinni í Írak og ósannindunum í þeim og loks þróast ræðan yfir í samfellda ákæru gegn heimsvalda- og yfirgangsstefnu Bandaríkjanna og undirlægjuhátt breskra stjórnvalda. Ræðu Pinters má nálgast á bæði ensku og sænsku á vefsíðu Nóbelsnefndarinnar og einnig á heimasíðu skáldsins sjálfs. Umsagnir um ræðuna hafa birst víða, m.a. í bresku blöðunum Guardian og Observer og íslenska vefritinu Vefþjóðviljinn. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.