BREYTA

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

PinterÞað var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. Harold Pinter hefur auðvitað löngu sannað sig sem eitt ágætasta leikritaskáld síðustu aldar, en þar fyrir utan hefur hann verið óþreytandi baráttumaður fyrir friði og réttlæti og hefur tekið virkan þátt í andófinu gegn innrásinni í Írak og hernáminu. Ræða, sem Pinter flutti í tilefni verðlaunaafhendingarinnar 7. desember, hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í upphafi ræðu sinnar rifjar hann upp gömul ummæli sín um að hlutur þurfi ekki endilega að vera annaðhvort sannur eða ósannur, hann geti bæði verið sannur og ósannur. Hann segist enn telja mikið til í þessu, einkum þegar veruleikinn er kannaður gegnum listina. En sem borgari geti hann ekki fallist á þetta. „Sem borgari verð ég að spyrja: Hvað er satt? Hvað er ósatt?“ Hann víkur síðan að leikritum sínum og frá tali um leikritið Mountain Language, sem hann skrifaði árið 1989 og lætur gerast í ónefndu fangelsi fyrir pólitíska fanga, leiðir hann talið að Abu Grail-fangelsinu í Baghdad, réttlætingunum fyrir innrásinni í Írak og ósannindunum í þeim og loks þróast ræðan yfir í samfellda ákæru gegn heimsvalda- og yfirgangsstefnu Bandaríkjanna og undirlægjuhátt breskra stjórnvalda. Ræðu Pinters má nálgast á bæði ensku og sænsku á vefsíðu Nóbelsnefndarinnar og einnig á heimasíðu skáldsins sjálfs. Umsagnir um ræðuna hafa birst víða, m.a. í bresku blöðunum Guardian og Observer og íslenska vefritinu Vefþjóðviljinn. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …