BREYTA

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

PinterÞað var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. Harold Pinter hefur auðvitað löngu sannað sig sem eitt ágætasta leikritaskáld síðustu aldar, en þar fyrir utan hefur hann verið óþreytandi baráttumaður fyrir friði og réttlæti og hefur tekið virkan þátt í andófinu gegn innrásinni í Írak og hernáminu. Ræða, sem Pinter flutti í tilefni verðlaunaafhendingarinnar 7. desember, hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í upphafi ræðu sinnar rifjar hann upp gömul ummæli sín um að hlutur þurfi ekki endilega að vera annaðhvort sannur eða ósannur, hann geti bæði verið sannur og ósannur. Hann segist enn telja mikið til í þessu, einkum þegar veruleikinn er kannaður gegnum listina. En sem borgari geti hann ekki fallist á þetta. „Sem borgari verð ég að spyrja: Hvað er satt? Hvað er ósatt?“ Hann víkur síðan að leikritum sínum og frá tali um leikritið Mountain Language, sem hann skrifaði árið 1989 og lætur gerast í ónefndu fangelsi fyrir pólitíska fanga, leiðir hann talið að Abu Grail-fangelsinu í Baghdad, réttlætingunum fyrir innrásinni í Írak og ósannindunum í þeim og loks þróast ræðan yfir í samfellda ákæru gegn heimsvalda- og yfirgangsstefnu Bandaríkjanna og undirlægjuhátt breskra stjórnvalda. Ræðu Pinters má nálgast á bæði ensku og sænsku á vefsíðu Nóbelsnefndarinnar og einnig á heimasíðu skáldsins sjálfs. Umsagnir um ræðuna hafa birst víða, m.a. í bresku blöðunum Guardian og Observer og íslenska vefritinu Vefþjóðviljinn. eó

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …