BREYTA

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

humvee Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er demókrati frá Pennsylvaníu. 22. ágúst 2005 birtist á vefsíðu hans frétt sem hefst á þessum orðum: „Formaður þingnefndar um fjárveitingar til varnarmála fékk í dag upplýsingar um nýja tækni sem gæti staðið bandaríska hernum til boða til notkunar á landi og í lofti.“ Þetta var þingmaðurinn John P. Murtha og hann fékk þessar upplýsingar í heimsókn sinni til tæknimiðstöðvar Alcoa í Upper Burrell, Westmoreland County í Pennsylvaníu. Þar sýndu yfirmenn og tækni- og vísindamenn Alcoa honum ýmsar tæknilegar lausnir sem gætu nýst farartækjum hersins á landi og í lofti. „Við höfum nokkra af skörpustu hugsuðum heims hérna í vesturhluta Pennsylvaníu og það er ánægjulegt að sjá að her okkar fær notið slíkrar vísindalegrar framsýni og sérfræðiþekkingar“, er haft eftir þingmanninum. Alcoa vinnur að tækniþróun fyrir hergagnaiðnaðinn Síðan er sagt að tæknimiðstöð Alcoa taki þátt í fjölda verkefna á ýmsum stigum sem geti haft geysilega mikilvæg áhrif fyrir hernaðarlegar þarfir 21. aldarinnar. Verkefni Alcoa beinast einkum að því að draga úr þyngd og kostnaði við herflugvélar og hernaðarleg farartæki á landi með notkun þróaðarar tækni varðandi ál. Þróunarvinna Alcoa varðandi herflugvélar gæti sparað hernum meira en 200 milljónir dollara. Dr. Mohammad Zaidi, yfirmaður tæknimála hjá Alcoa, er sagður afar þakklátur Murtha þingmanni, sem hefir gegnt mikilvægu hlutverki í samstarfi þessar fjárveitingarnefndar við Alcoa varðandi tvö mikilvæg verkefni: the Army Lightweight Structures Initiative (ALSI) og the Advanced Aluminum Aerostructures Initiative (A3I). Hið fyrrnefnda er unnið í samvinnu við General Dynamics, United Defense, Stewart and Stevenson og Oshkosh Truck Corporation en hið síðarnefnda í samvinnu við Boeing, Lockheed Martin og Northrup Grumman. Í frásögn Pittsburg Tribune-Review 23. ágúst 2005 af heimsókn Murtha þingmanns til Alcoa er sagt að samningurinn um þessi verkefni sé aðeins einn af mörgum sem Alcoa hafi við ríkisstjórnina. Á vef Alcoa birtist 14. desember 2005 frétt um að þann dag hefði fyrirtækið gert samning við bandaríska herinn upp á 12,5 milljónir dollara um rannsóknir, þróun og smíði léttra farartækja til hernaðaraðgerða á landi og er það hluti ALSI-verkefnisins. Þessi samningur kemur í framhaldi af greiðslu upp á 1,2 milljónir dollara sem fyrirtækið fékk frá hernum árið 2004. Haft er eftir fyrrnefndum Mohammad Zaidi að þeir hjá Alcoa séu afskaplega þakklátir fyrir það að bandaríski herinn kunni að meta sérfræðiþekkingu og framleiðslu fyrirtækisins og skilji þýðingu álsins varðandi þróun hernaðarlegra tækja. Á vefnum Allbusiness.com er frétt frá ágúst 2004 um viðskipti Alcoa og Howmet Castings, sem er dótturfyrirtæki Alcoa, við varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna upp á 24 milljónir dollara vegna samvinnuverkefnis um að þróa ný efni og málmblöndur til notkunar í háloftunum til að draga úr kostnaði við næstu kynslóð orrustuflugvéla, ómannaðra loftfara (unmanned aircraft) og annarra hergagna. Framlag Alcoa til Íraksstríðsins Í frétt á vef Alcoa frá 18. nóvember 2004 er greint frá dæmi þess hvernig uppfinningar og framleiðsla Alcoa geta nýst hernum. Þar segir frá því að Alcoa útvegi bandaríska herliðinu í Írak brynvörn á Humvees-jeppa. Humwees- jepparnir voru hannaðir til notkunar að baki víglínunnar og lögð áhersla á að hafa þá létta. Þeir hafi því ekki haft góða brynvörn og ekki dugað nógu vel við þær aðstæður sem nú eru í Írak þar sem uppreisnarmenn beita sprengjum gegn þeim. En Alcoa hefur tekið að sér að leysa þetta vandamál með háþróaðri álframleiðslu sinni. Í fréttinni segir að margvísleg framleiðsla Alcoa Davenport Works sé notuð í hergagnaiðnaði. „Allir Alcoar (All Alcoans) leggja sig fram við að tryggja að þessar pantanir séu afgreiddar sem fyrst frá verksmiðjunni og styðja þannig við bakið á hersveitum okkar,“ er haft eftir Mark Vrablec, framleiðslustjóra Alcoa Davenport Works. Kattarþvottur Alcoa á Íslandi Eftir að Andri Snær Magnason vék að framleiðslu Alcoa til hernaðarnota í viðtali við NFS 19. mars birtist athugasemd við málflutning hans á vef Alcoa á Íslandi. Þar er sagt að framleiðsluvörur Alcoa séu m.a. nýttar til hergagnaframleiðslu en því hafnað að fyrirtækið sjálft komi að slíkri framleiðslu: „Alcoa hafnar alfarið aðdróttunum um að fyrirtækið framleiði hergögn eins og Andri Snær Magnason rithöfundur hélt fram í fréttum sjónvarpsstöðvarinnar NFS sl. sunnudag. Alcoa segir þetta fjarstæðukennda staðhæfingu.“ Ef marka má þær heimildir, sem hér hafa verið tilfærðar, leikur hins vegar enginn vafi á því að Alcoa hefur tekið beinan þátt í þróun hergagnaframleiðslu og talsmenn fyrirtækisins eru stoltir af því. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

About Us - Basic

About Us - Basic

How We Got Started Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Lorem quam, …

SHA_forsida_top

Amazing standard post

Amazing standard post

In varius varius justo, eget ultrices mauris rhoncus non. Morbi tristique, mauris eu imperdiet bibendum, …

SHA_forsida_top

Skömmin

Skömmin

Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust …

SHA_forsida_top

Auctor consectetur ligula gravida

Auctor consectetur ligula gravida

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Morbi vitae dui et nunc ornare vulputate …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélags Friðarhússins á Njálsgötu 87, verður haldið sunnudaginn 17. mars kl. …

SHA_forsida_top

Ambrose Redmoon

Ambrose Redmoon

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna verður haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Samtök hernaðarandstæðinga eru samkvæmt venju meðal …

SHA_forsida_top

Málsverður, 1. mars

Málsverður, 1. mars

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður að þessu sinni haldinn föstudagskvöldið 1. mars að Njálsgötu 87. Kokkurinn að …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. janúar. Matseld verður að þessu sinni í höndum stjórnarkvenna …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri

Friðargöngur í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu í rúmlega þrjá áratugi. Óhætt …

SHA_forsida_top

Ályktun um kjarnorkufriðlýsingu

Ályktun um kjarnorkufriðlýsingu

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Á dögunum fjölgaði enn í hópi …

SHA_forsida_top

Ályktun um herflugsæfingar

Ályktun um herflugsæfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Ályktun um Nató og alþjóðamál

Ályktun um Nató og alþjóðamál

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Tólf ár eru liðin frá …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna í dag, sunnudaginn 2. desember. Hana skipa: …

SHA_forsida_top

Landsfundarhelgi SHA + málsverður

Landsfundarhelgi SHA + málsverður

Samtök hernaðarandstæðinga standa í stórræðum um þessa helgi. Föstudagskvöldið 30. nóvember verður fáröflunarmálsverðurinn mánaðarlegi. Glæsilegt …