Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS
Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki í ágúst 1945 verður haldin við Tjörnina í Reykjavík fimmtudaginn 9. ágúst kl. 22.30. Kerti verða seld á staðnum og kosta kr. 500 stykkið eða 3 á kr. 1.200.
Nánari upplýsingar um dagskrá verða birtar síðar.
Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9.ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröfu sína um friðsaman heim án kjarnorkuvopna. Um er að ræða hefð sem upprunin er í Japan, en kertafleytingar af þessu tagi fara fram víða um lönd í ágúst ár hvert.
* * *
Á Akureyri verður kertafleyting til að minnast sprenginganna á Hiroshima og Nagasaki verður við Minjasafnsstjörnina fimmtudaginn 9. ágúst kl 22.00. Ræðumaður er Þórarinn Hjartarsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi. Í ár beinist athyglin að Sýrlandi og Mið-Austurlöndum.

Aðalsalur Friðarhúss er í útleigu vegna einkafundar.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. …

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Sigríður Kristinsdóttir, …

Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á …

Mótmæli gegn stríðinu í Írak á alþjóðlegum baráttudegi.

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15 Samtök herstöðvaandstæðinga Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. …

Heimildarmyndin Uncovered - The War on Iraq verður sýnd í Friðarhúsi.

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

Tónleikar á Gauknum 17. mars Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin - …

Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna …

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. …

Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn …

Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd …

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn …