BREYTA

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9.ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Um 200 þúsund manns létust  í árásunum á borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Síðan hafa enn fleiri dáið meðal annars vegna geislavirkni af völdum sprengjanna og margir eiga enn um sárt að binda. Friðarsinnar telja mikilvægt að komandi kynslóðir dragi lærdóma af kjarnorkuárásunum svo slík vopn verði aldrei framar notuð. Þetta er því 29. kertafleytingin hér á landi. Um er að ræða hefð sem upprunin er í Japan, en athafnir af þessu tagi fara fram víða um heim. Í Reykjavík hefst fleytingin klukkan 22:30 föstudaginn 9. ágúst. Safnast verður saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg). Fundarstjóri er Áslaug Einarsdóttir mannfræðingur og ávarp flytur Kristinn Már Ársælsson félagsfræðingur. Aðgerðin er á vegum Samstarfshóps friðarhreyfinga, sem er samstarfsverkefni sjö friðarsamtaka og -hópa. Á Akureyri verður einnig kertafleyting, sem þó hefst hálftíma fyrr eða kl. 22:00. Fleytt verður við Minjasafnsstjörnina. Ávarp flytur Taeko Osioka frá Hirosima sem er kennari og virkur friðarsinni þar í borg. Samstarfshópur um frið stendur að fleytingunnni.

Færslur

SHA_forsida_top

Frábær skemmtidagskrá á friðarmálsverði

Frábær skemmtidagskrá á friðarmálsverði

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður kl. 19 á föstudagskvöld, eins og kynnt hefur verið hér á …

SHA_forsida_top

HM Ísland:Slóvenía

HM Ísland:Slóvenía

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði: Ísland út NATO!

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði: Ísland út NATO!

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði (UJH) héldu aðalfund sinn 15. desember og framhaldsaðalfund 19. janúar. Meðal …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinir sívinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss halda áfram á nýju ári. Föstudagskvöldið 26. janúar verður efnt til …

SHA_forsida_top

HM Ísland:Þýskaland

HM Ísland:Þýskaland

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM Ísland:Pólland

HM Ísland:Pólland

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Túnis

HM, Ísland:Túnis

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Frakkland

HM, Ísland:Frakkland

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Frakkland …

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Úkraína

HM, Ísland:Úkraína

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Úkraína …

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Handbolti í Friðarhúsi

Handbolti í Friðarhúsi

Heimsmeistarakeppnin í handbolta karla hefst í Þýskalandi um helgina. Íslenska landsliðið leikur á laugardag, sunnudag …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Í lok mars minnast friðarsinnar upphafs innrásarinnar í Írak og inngöngu Íslands í NATO. Opinn …

SHA_forsida_top

Formsatriði fullnægt

Formsatriði fullnægt

Eins og lesendum þessarar síðu ætti að vera kunnugt, var nafni SHA breytt á landsfundi …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá Samtökum hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 13-15. Heitt á könnunni.