BREYTA

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið  6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9.ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Um 200 þúsund manns létust  í árásunum á borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Síðan hafa enn fleiri dáið meðal annars vegna geislavirkni af völdum sprengjanna og margir eiga enn um sárt að binda. Friðarsinnar telja mikilvægt að komandi kynslóðir dragi lærdóma af kjarnorkuárásunum svo slík vopn verði aldrei framar notuð. Þetta er því 30. kertafleytingin hér á landi. Um er að ræða hefð sem upprunin er í Japan, en athafnir af þessu tagi fara fram víða um heim. Í Reykjavík hefst fleytingin klukkan 22:30  miðvikudaginn 6. ágúst. Safnast verður saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg). Fundarstjóri er Saga Garðarsdóttir leikari , Guðmundur Andri Thorson rithöfundur flytur ávarp og  Grímur Helgason klarinettuleikari spilar við Tjörnina.  Aðgerðin er á vegum Samstarfshóps friðarhreyfinga, sem er samstarfsverkefni sjö friðarsamtaka og -hópa. Á Akureyri verður einnig kertafleyting, sem þó hefst hálftíma fyrr eða kl. 22:00. Fleytt verður við Minjasafnsstjörnina. Samstarfshópur um frið stendur að fleytingunnni nyrðra.

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Okkur hefur borist yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar sem lauk 26. mars og getið var hér. …

SHA_forsida_top

Nú er lag

Nú er lag

Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Sagan hefur þegar …

SHA_forsida_top

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Bretlandi. Ekki verður sagt að henni …

SHA_forsida_top

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki …

SHA_forsida_top

Nýtt efni á Friðarvefnum

Nýtt efni á Friðarvefnum

Ályktun frá SHA Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars Ályktun þingflokks VG um …

SHA_forsida_top

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Fundurinn er öllum opinn.

SHA_forsida_top

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er …

SHA_forsida_top

30. mars

30. mars

Þann 30. mars 1949 var innganga Íslands í NATO samþykkt á Alþingi. Friðarsinnar hafa upp …

SHA_forsida_top

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Nú um helgina, 23.-26. mars, var haldin fjórða Kaíró-ráðstefnan. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega …

SHA_forsida_top

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Ein af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í …

SHA_forsida_top

Fundur í stjórn Friðarhúss

Fundur í stjórn Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar. Á dagskrá er m.a. undirbúningur aðalfundar.