BREYTA

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um Sýrlandsstríðið. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru að sjálfsögðu verk höfunda sinna og þurfa ekki endilega að endurspegla stefnu vefritsins eða Samtaka hernaðarandstæðinga. Barnamyndirnar frá Aleppo þjóta um eterinn og steypast yfir okkur gegnum sjónvörp, dagblöð og samfélagsmiðla. Vaskir menn, gjarnan með hvíta hjálma, hlaupa út úr hrynjandi húsum með börn í fanginu. Myndunum fylgir jafnan sú skýring að þetta séu fórnarlömb loftárása Sýrlandshers („tunnusprengjurnar“) ellegar Rússa. Myndirnar þjóna nokkrum brýnum hlutverkum: a) að djöfulgera Assad forseta og hans menn, b) að vinna fylgi kröfunni um að dæma Sýrlandsstjórn og Rússa fyrir stríðsglæpi – í Öryggisráðinuða og víðar og c) að kalla eftir „loftferðabanni“ á Sýrland sem í framkvæmd þýðir fullgildur lofthernaður og/eða innrás NATO-veldanna í Sýrland. Hér skiptir líka máli að Hillary Clinton hefur nú stillt sér kröftuglega á bak við hugmyndina um „loftferðabann“, andstætt bæði Donald Trump og Barak Obama. Omran litli – „andlit Aleppo“ Ein mynd hefur farið öðrum meiri sigurför um heiminn síðan hún birtist í ágúst síðastliðnum: myndin af „drengnum í sjúkrabílnum“ sem ku heita Omran Daqnees. Sjá Wikipedíu um hann. Samkvæmt fréttinni bjó Omran litli á svæði uppreisnarmanna í Aleppo. Ljósmyndarinn Mahmoud Raslan bjó aðeins 300 metra þaðan frá, og vaknaði því upp við sprengjuárás stjórnarhersins svona nærri. Sem betur fór voru „Hvítu hjálmarnir“ nærstaddir og björguðu Omran og fjölskyldu hans. Fyrir skemmstu fullyrti Assad Sýrlandsforseti í svissnesku sjónvarpsviðtali að umrædd mynd væri sett á svið og dró fram aðrar myndir af drengnum og systur hans í öðrum kringumstæðum annars staðar í borgarrústunum. Yfirleitt eru þau þar í fanginu á einhverjum „Hvítu hjálmanna“, og Assad fullyrti að þetta væru hannaðar sviðsmyndir. Myndirnar hafa verið krítískt skoðaðar af fleirum, bæði áður og enn frekar eftir viðtalið við forsetann. Moon of Alabama hefur nú birt nokkrar og mismunandi myndir af þeim systkinum, og ekki fer á milli mála við skoðun og samanburð að börnin eru klessumáluð og förðuð, og eru í leiksýningum. Þarna er sem sé einhver auglýsingaiðnaður á bak við. Einhvers konar barnaklám sem fréttastofurnar styðja og fær því mikla dreifingu. Breska fréttakonan magnaða, Vanessa Beeley, vinnur m.a. fyrir amerísk/evrópsku bloggsíðuna 21st Century Wire um alþjóðamál og hefur dvalið talsvert í Aleppo. Hún rannsakaði strax í ágúst kringumstæður umræddrar myndar og annarra mynda tengdum „Hvítu hjálmunum“. Niðurstöðurnar hennar eru áhugaverðar. Myndin og myndbandið af Omran litla komu frá ákveðinni fréttaveitu sem reyndar kallar sig „óháð félagasamtök“ (NGOs), The Aleppo Media Centre (AMC), sem undanfarið hefur verið helsta veita fjölmargra fréttamynda frá Aleppo. Segja má að AMC hafi betur en nokkur annar fóðrað áhrifamestu vestrænu fréttastofurnar, s.s. Guardian, BBC, NYT og Washington Post auk Al Jazeera, á sterku myndefni og fréttum frá Aleppo. Það hefur auk þess verið eitt megineinkenni á fréttum sem koma gegnum AMC frá Aleppo að fela í sér ákall eftir „loftferðabanni“ á Sýrland. Skemmst er að minnast. „loftferðabannsins“ á Líbíu 2011 sem þýddi fullan lofthernað NATO gegn Líbíu. AMC er sérstök málpípa „Hvítu hjálmanna“ og forsvarsmenn þeirra kalla eftir sama „loftferðabanni“, sbr eigin netsíðu þeirra . Eitt af því Vanessa Beeley rannakaði var blaðaljósmyndarinn Mahmoud Raslan, sem tók myndina af Omran litla, og hún sá eftir stutta rannsókn að hann reyndist vera áhangandi hryðjuverkasamtakanna Nour al-Din al-Zenki. Pentagon kallaði þann hóp lengi vel „hófsaman“ og veitti honum verulega fjárhags- og vopnaaðstoð, en það varð erfiðara eftir að hópurinn dreifði mynd af sér hálshöggvandi 12 ára palestínskan dreng. En alla vega hefur Raslan á eigin samfélagsmiðlum birt „selfí“-myndir af sér skælbrosandi í félagsskap al-Zenki manna. Fjármagnað frá Frakklandi og ESB Við frekari skoðun á Aleppo Media Centre (AMC) fann Beeley að samtökin eru að stæstum hluta fjármögnuð af fréttastofnuninni Syrian Media Incubator (SMI) sem staðsett er í borginni Gaziantep í Tyrklandi. Að sínu leyti er SMI stofnuð af hinni ríkisreknu frönsku sjónvarpsstöð Canal France International sem er beintengd franska utanríkisráðuneytinu en nýtur að auki ríflegs fjárstuðnings frá ESB til að „gefa sýrlenskum blaðamönnum færi á að framleiða hágæða, faglegar upplýsingar“. Þarna eru sem sé gömlu evrópsku nýlenduveldin að framleiða og selja sjálfum sér hina sönnu mynd af Sýrlandsstríðinu! Þetta er í ágætu samræmi við uppruna og hlutverk „Hvítu hjálmanna“ sem eru í lykilhlutverki í mynd Vestursins af Aleppoborg. Sama Vanessa Beeley gerði í fyrra heilmikla úttekt á Hvítu hjálmunum: "Hvítu hjálmarnir voru settir á fót í mars 2013 í Istambúl í Tyrklandi, undir stjórn James Le Mesurier sem er breskur öryggissérfræðingur og fyrrverandi fulltrúai breskrar leyniþjónustu með tilkomumikla ferilskrá frá nokkrum vafasömum NATO-íhlutunum þ.á.m. Bosníu og Kosovo sem og Íraki, Líbanon og Palestínu.“ Árið 2005 var Le Mesurier gerður varaforseti yfir "Special Projects" hjá málaliðafyrirtækinu Olive Group sem 2015 rann saman við bandaríska fyrirtækið Academy sem áður hét Blackwater, alræmt fyrir athafnir sínar í Íraksstríðinu. Barnamyndirnar frá Aleppo minna nokkuð á stúlkuna Nayira sem vitnaði um það árið 1991 hvernig hermenn Saddams Húseins hefðu ráðist á „súrefniskassabörnin“ í Kúvaít. Það hafði mikil sálræn áhrif á Vesturlöndum og átti stóran þátt í að vinna jarðveginn fyrir innrásina í Írak, en reyndist leikstýrð frétt samin af almannatengslafyrirtækinu Hill & Knowlton. Drengurinn Omran Daqnees hefur kannki aldrei verið til, alla vega er hann þá ómeiddur. Ekki eitt orð af því sem við heyrum og sjáum í fjölmiðlunum okkar um Aleppo eða Sýrlandsstríðið er sannleikanum samkvæmt. Eintómar sjónhverfingar. Þegar við sjáum t.d. menn með hvíta hjálma berandi barn út úr hrundu húsi í borginni eru þetta líklegast ekki menn berandi börn heldur er það bandaríska og evrópska heimsvaldastefnan í dularbúingi að reyna að bjarga handlöngurum sínum í Austur-Aleppo undan sókn sýrlenska stjórnarhersins. Eigi það að takast úr þessu þarf líklega „loftferðabann“ og massífa beina íhlutun NATO-veldanna. Það tekst samt ekki nema með því að píska upp nægilega herskáa stemningu, og mikið af stríðsfréttaflutningun sem okkur er boðinn þjónar þeim tilgangi. Krafan um „loftferðabann“ Áróðursherferðin tengd barnamyndunum frá Aleppo er samkeyrð með þeirri kröfu sem gerist æ háværari vestan hafs, kröfu um „loftferðabann“ á Sýrland. Mikilvægasti flutningsmaður hennar er verðandi forsesti, Hillary Clinton. Krafan hefur verið uppi hjá nokkrum þjóðaleiðtogum Vesturlanda, en hefur m.a. verið hafnað hingað til af bandaríska Herráðinu – með orðum Dunfords yfirmanns þess: „það að stjórna loftferð yfir Sýrlandi myndi útheimta af okkur að fara í stríð við Sýrland og Rússland.“  Obama forseti hefur ekki heldur ljáð hugmyndinni stuðning af sömu ástæðu. En þetta gæti breyst eftir forsetaskiptin. Kröfunni um „loftferðabann“ er sett fram með myndum sem miða á hjarta Vesturlandabúa en í raun er það krafa um stórfellda mögnun stríðsins. Veruleiki „loftferðabanns“ er ekkert hjartnæmur, sbr. 12 ára loftferðabann yfir Írak, yfir Bosníu-Herzegovínu, yfir Kosovo og ekki síst „loftferðabann“ NATO sem steypti Gaddafí í Líbíu. Rithöfundurinn Christina Lin hefur unnið við nokkra kjarna valdsins vestan hafs, s.s. The Washington Institute, Pentagon, Utanríkisráðuneytið, National Security Council og bankann Goldman Sachs. Hún skrifar í Greininni White helmets: Instruments for regime change in Syria?: „Sú vaxandi tilhneiging Bandaríkjanna að vopna mannréttindabaráttu ógnar nú skipan alþjóðamála byggðri á lögum og reglu. Kerfisbundið niðurbrot þessara alþjóðlegu gilda sýnir sig í Írak, Líbíu, Sýrlandi, Jemen og Sómalíu.“ Þórarinn Hjartarson

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …