BREYTA

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Aðfararnótt föstudagsins 30. maí samþykkti Alþingi einum rómi eftirfarandi ályktun: Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu, hvetur til þess að búðunum verði lokað og felur ríkisstjórninni að koma þeirri afstöðu á framfæri við bandarísk stjórnvöld. www.althingi.is/altext/135/s/1294.html Tillagan var fyrst borin upp 10. október 2007 af þingmönnum Vinstri grænna og fékk þá þegar góðar undirtektir í þinginu. Utanríkisnefnd gerði þó á henni þá breytingu að orðið „ólöglega“ var fellt út, en í upphaflegu tillögunni stóð „Alþingi fordæmir ólöglega og ómannúðlega meðferð...“. Nefndin bar svo tillöguna upp þannig breytta 28. maí og var hún, eins og fyrr segir, samþykkt einróma nóttina áður en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við á Íslandi og var henni kynnt ályktunin á fundi með utanríkisráðherra Íslands. Á blaðamannafundi utanríkisráðherranna sagði Rice: „Við ræddum þetta mál og utanríkisráðherrann afhenti mér ályktunina. Ég andmæli því kröftuglega að verið sé að brjóta mannréttindi í Guantanamo, eins og gefið er í skyn í ályktuninni“. (Mbl. 31. maí 2008, s. 6). Hún náði sér þó niðri á Íslendingum með því að fordæma hvalveiðar Íslendinga. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæltu mannréttindabrotum Bandaríkjastjórnar, sem Condoleezza Rice ber ábyrgð á ásamt öðrum, á táknrænan hátt með því að setja upp vatnspíningarbekk á Austurvelli á föstudaginn og sýna hvernig hann er notaður. Umræður um þingsályktunartillöguna má lesa á vef Alþingis: www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=107 Upphaflega tillagan með greinargerð: www.althingi.is/altext/135/s/0107.html Guanatanomo-búðirnar og pyndingar fanga eru ekki eini glæpur Condoleezzu Rice Rétt er að leggja áherslu á, að þótt SHA hafa við þetta tækifæri ákveðið að vekja athygli á þætti Condoleezzu Rice í pyntingum á föngum, er hún auðvitað sek um ýmsa aðra og alvarlegri glæpi. Í því sambandi er vert að birta opið bréf sem Samtökum hernaðarandstæðinga barst frá Elíasi Davíðssyni 29. maí:
    Ég frétti af mótmælaaðgerðum SHA á morgun á Austurvelli vegna komu Condolezzu Rice til Íslands. Þótt við öll fordæmum pyntingar sem Bandaríkin stunda, tel ég það hafi verið röng ákvörðun að einblína á þessi mannréttindabrot Bandaríkjastjórnar. Þessi mannréttindabrot eru hverfandi atlaga að mannhelgi í samanburði við það sem Bandaríkin stunda í Írak, þar sem um ein milljón mans hefur þegar látið lífið vegna innrásar og afleiðinga hernámsins. Sá glæpur að ráðast á Írak, hernema það og framkalla flótta nokkurra milljóna manna yfirskyggir allar pyntingar Bandaríkjastjórnar til samans. Pyntingar Bandaríkjastjórnar eru ekki ómannúðri og víðtækari en þær sem mörg viðskiptaríki Íslands stunda. Að einblína á þessar pyntingar sýnir verulegan skort á skilningi um eðli stríðs, sem einn æðsti glæpur gegn mannkyninu. Einnig vil ég minna á, að það SHA skapa sér ekki sérstöðu með því að mótmæla pyntingum Bandaríkjastjórnar. Morgunblaðið og flestir aðrir hafa átt létt með að fordæma þessar aðferðir. Þessum aðferðum er jafnvel mótmælt af dyggum hægrimönnum í Bandaríkjunum sem styðja, að öðru leyti, fjöldamorð Bandaríkjanna í öðrum heimsálfum. Condolezza Rice er ráðherra í ríkisstjórn sem framdi einn æðsta glæp gegn alþjóða samfélaginu: Að ráðast án tilefnis gegn fullvalda ríki og hernema það. Fyrir slíka glæpi voru ráðamenn nasista dæmdir til dauða. Það er ótrúlegt að SHA skuli ekki hafa krafist að Condolezza verði handtekin vegna aðild sinnar að ríkisstjórnar sem hefur hafið árásarstríð í trássi við alþjóðalög, sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóða sakarétt. Elías Davíðsson

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Fréttir hafa borist af stórfelldum mótmælum í Tyrklandi og vangaveltur verið um hvort stjórnarskipta sé …

SHA_forsida_top

Enginn málsverður í maí

Enginn málsverður í maí

Rétt er að taka fram að það verður ekki fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 30. maí. …

SHA_forsida_top

Vestræn hernaðarstefna og við

Vestræn hernaðarstefna og við

Þórarinn Hjartarson, liðsmaður SHA um árabil og forystumaður Norðurlandsdeildar, flutti eftirfarandi erindi á félagsfundi MFÍK …

SHA_forsida_top

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Opinn félagsfundur MFÍK verður föstudaginn 17. maí kl. 19 í Friðarhúsi Þórarinn Hjartarson flytur erindið: …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2013

1. maí kaffi SHA 2013

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 26. apríl n.k., kvöldið fyrir kosningar, verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Systa eldar. Matseðill: * Kreólahrísgrjón …

SHA_forsida_top

Pricing Tables

Pricing Tables

This is included You even get this Yes, this too! …

SHA_forsida_top

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Taxi to the Dark Side hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2007. Hún segir …

SHA_forsida_top

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss fara ekki í frí yfir hátíðarnar. Næsti málsverður verður haldinn að kvöldi föstudagsins …

SHA_forsida_top

Blog

Blog

SHA_forsida_top

Contact Alternative

Contact Alternative

[nectar_gmap size="500" map_center_lat="52.365629" map_center_lng="4.871331" zoom="16" enable_zoom="1" map_markers="52.366441|4.868499|Our awesome location 52.363506|4.864336|Don't judge us for owning so …

SHA_forsida_top

Sidebar

Sidebar

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Quisque malesuada felis eget sapien viverra fringilla. …

SHA_forsida_top

Elements

Elements

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce velit tortor, dictum in gravida nec, …

SHA_forsida_top

About

About

SHA_forsida_top

About Me Creative

About Me Creative

A little bit about me Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Integer …