BREYTA

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga stofnuð

nobases Á ráðstefnu í Quito í Ekvador 5.-9. mars var stofnað alþjóðlegt bandalag til baráttu gegn erlendum herstöðvum. Á ensku heitir þetta bandalag fullum stöfum International Network for the Abolition of Foreign Military Bases en í daglegu tali verður það nefnt No Bases Network. Á íslensku mætti einfaldlega kalla það Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga. Hugmyndin að þessum samtökum varð til í kjölfar innrásarinnar í Írak fyrir fjórum árum og fyrst sett fram á ráðstefnu friðarhreyfinga í Djakarta í Indónesíu í maí 2003. Þá var settur upp póstlisti á netinu sem Samtök herstöðvaandstæðinga hafa átt aðild að og í reynd hafa þessi samtök verið að mótast síðan. Á ráðstefnunni í Quito voru um 1000 manns frá 30 löndum. SHA gátu því miður ekki sent fulltrúa en sendu kveðju á ráðstefnuna og munu starfa með þessu alþjóðlega bandalagi gegn erlendum herstöðvum hvarvetna í heiminum. Nánari fréttir frá ráðstefnunni og stofnun samtakanna munu birtast innan tíðar hér á Friðarvefnum. Sjá nánar: www.no-bases.org og Inter Press Service

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …