BREYTA

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Síðastliðinn laugardag, 5. maí, var haldin í Prag alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu. Tékkneskir hernaðarandstæðingar höfðu frumkvæði að þessari ráðstefnu en tilefnið var áform um að setja upp aðstöðu fyrir gagneldflaugakerfi á vegum Bandaríkjanna í Tékklandi og Póllandi. Þessi áform hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu og m.a. var í fréttum Ríkissútvarpsins spurt hvort í aðsigi væru nýtt kalt stríð og vísað til viðbragða ríkisstjórnar Rússslands við þessum áformum, viðbrögðum sem birtast í yfirlýsingu um að afvopnunarsamningur um hefðbundinn herafla í Evrópu frá 1990 sé úr gildi fallinn. Um þetta var fjallað hér á Friðarvefnum 3.maí sl. Við birtum hér að neðan yfirlýsingu ráðstefnunnar í lauslegri þýðingu. Frumtextann má nálgast hér: Prag declaration. Sjá einnig www.prague-declaration.org Prag-yfirlýsingin gerð af þátttakendum á alþjóðlegri ráðstefnu gegn hervæðingu Evrópu Friðurinn þarfnast ekki nýrra eldflauga – við höfnum gagnflaugakerfi í Evrópu Andspænis nýjum hernaðaráætlunum Bandaríkjanna um að hefja viðræður við ríkisstjórnir Tékklands og Póllands þann 10. maí lýsum við undirrituð yfir: Við mótmælum áætlunum ríkisstjórnar Bush um að setja niður „staðbundið gagnflaugakerfi“ fyrir Bandaríkin innan landamæra Tékkneska lýðveldisins og Póllands. Meirihluti íbúa Tékklands og Póllands sem og annarra landa Evrópu hafna áætlunum um að hýsa þetta kerfi. Við höfnum opinberum röksemdafærslum sem gefnar eru fyrir þessu gjöreyðingavopnaverkefni sem einskærum fyrirslætti. Öryggi verður ekki tryggara þótt þessar áætlanir verði að veruleika. Þvert á móti – þær munu valda nýjum hættum og öryggisleysi. Þótt þær séu sagðar vera í „varnarskyni“ munu þær í raun auðvelda Bandaríkjunum að ráðast á önnur lönd án þess að þurfa að óttast að verða svarað í sömu mynt. Þær munu einnig setja „gisti“löndin í framlínu í framtíðarstyrjöldum Bandaríkjanna. Ríkisstjórnir Póllands og Tékklands skeyta því engu að með þessu skapa þær hættu á nýju vígbúnaðarkapphlaupi með því að setja í uppnám alþjóðlega sáttmála um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna og um eftirlit með hefðbundnum vopnum um allan heim, en sérstaklega í Evrópu. Það sem við virkilega þörfnumst nú er afvopnun til að búa í haginn fyrir friði og raunverulegu öryggi mannkyns. Gagnvart yfirvofandi hættuástandi í umhverfismálum þörfnumst við alþjóðlegrar samvinnu og trausts, ekki ögrunar og átaka. Friðarsinnar, baráttumenn fyrir lýðræði og frelsi, kvennahreyfingar, umhverfishreyfingar, verkalýðsfélög og baráttumenn með trúarlegan bakgrunn verða að taka höndum saman í andspyrnu sinni gegn þessari viðleitni til að setja Evrópulöndin hvert upp á móti öðru. Við lítum á mótmæli okkar sem hluta af alþjóðlegri hreyfingu gegn erlendum herstöðvum og öðrum búnaði til notkunar í árásarstríði. Þetta er framlag til að skapa frið í Evrópu og um allan heim og til að styðja samfélagið í sínum smæstu einingum við að sýna samstöðu og verja rétt sinn og tryggja opinbert hlutverk sitt. Evrópusambandið og NATO mega ekki taka þátt í þessu nýja hernaðarævintýri Bush-stjórnarinnar. Friður er okkar mikilvægasta verkefni. Við krefjumst þess af þeim sem ábyrgir eru í Evrópusambandinu, sérstaklega Klaus forseta og Kaczynski forseta, að hlusta á vilja almennings í Evrópusambandinu. Við krefjumst þess að þeir hegði sér lýðræðislega og leyfi bindandi almenna atkvæðagreiðslu um þróun gjöreyðingarvopna í löndum sínum. Við höfnum af fullri alvöru hverskyns viðleitni til að ljá áætlunum Bandaríkjanna lögmæti gegnum bak dyr ákvarðanatöku á vettvangi NATO og Evrópusambandsins. Af mismunandi þjóðerni og með fjölbreyttan bakgrunn áköllum við ykkur: Tökum höndum saman til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að forða Evrópu frá því að verða svið nýs vígbúnaðarkapphlaups og ófriðarstefnu. Við heitum á alla að taka þátt í mótmælaaðgerðum og tala við eða skrifa kjörnum fulltrúum sínum, ráðherrum og þjóðhöfðingjum og segja þeim að við viljum ekki nýja ófriðarstefnu og að þetta verði munað við kjörkassann. Þáttakendur í Alþjóðlegri ráðstefnu gegn hervæðingu Evrópu, Prag, 5. maí 2007 (sjá undirskriftir í frumtexta)

Færslur

SHA_forsida_top

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 27. febrúar eins og áður hefur verið kynnt. Sérstakur …

SHA_forsida_top

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. febrúar n.k. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á fregnum sem borist hafa af árekstri tveggja kjarnorkukafbáta á Atlantshafi. …

SHA_forsida_top

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega …

SHA_forsida_top

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn …