BREYTA

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Síðastliðinn laugardag, 5. maí, var haldin í Prag alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu. Tékkneskir hernaðarandstæðingar höfðu frumkvæði að þessari ráðstefnu en tilefnið var áform um að setja upp aðstöðu fyrir gagneldflaugakerfi á vegum Bandaríkjanna í Tékklandi og Póllandi. Þessi áform hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu og m.a. var í fréttum Ríkissútvarpsins spurt hvort í aðsigi væru nýtt kalt stríð og vísað til viðbragða ríkisstjórnar Rússslands við þessum áformum, viðbrögðum sem birtast í yfirlýsingu um að afvopnunarsamningur um hefðbundinn herafla í Evrópu frá 1990 sé úr gildi fallinn. Um þetta var fjallað hér á Friðarvefnum 3.maí sl. Við birtum hér að neðan yfirlýsingu ráðstefnunnar í lauslegri þýðingu. Frumtextann má nálgast hér: Prag declaration. Sjá einnig www.prague-declaration.org Prag-yfirlýsingin gerð af þátttakendum á alþjóðlegri ráðstefnu gegn hervæðingu Evrópu Friðurinn þarfnast ekki nýrra eldflauga – við höfnum gagnflaugakerfi í Evrópu Andspænis nýjum hernaðaráætlunum Bandaríkjanna um að hefja viðræður við ríkisstjórnir Tékklands og Póllands þann 10. maí lýsum við undirrituð yfir: Við mótmælum áætlunum ríkisstjórnar Bush um að setja niður „staðbundið gagnflaugakerfi“ fyrir Bandaríkin innan landamæra Tékkneska lýðveldisins og Póllands. Meirihluti íbúa Tékklands og Póllands sem og annarra landa Evrópu hafna áætlunum um að hýsa þetta kerfi. Við höfnum opinberum röksemdafærslum sem gefnar eru fyrir þessu gjöreyðingavopnaverkefni sem einskærum fyrirslætti. Öryggi verður ekki tryggara þótt þessar áætlanir verði að veruleika. Þvert á móti – þær munu valda nýjum hættum og öryggisleysi. Þótt þær séu sagðar vera í „varnarskyni“ munu þær í raun auðvelda Bandaríkjunum að ráðast á önnur lönd án þess að þurfa að óttast að verða svarað í sömu mynt. Þær munu einnig setja „gisti“löndin í framlínu í framtíðarstyrjöldum Bandaríkjanna. Ríkisstjórnir Póllands og Tékklands skeyta því engu að með þessu skapa þær hættu á nýju vígbúnaðarkapphlaupi með því að setja í uppnám alþjóðlega sáttmála um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna og um eftirlit með hefðbundnum vopnum um allan heim, en sérstaklega í Evrópu. Það sem við virkilega þörfnumst nú er afvopnun til að búa í haginn fyrir friði og raunverulegu öryggi mannkyns. Gagnvart yfirvofandi hættuástandi í umhverfismálum þörfnumst við alþjóðlegrar samvinnu og trausts, ekki ögrunar og átaka. Friðarsinnar, baráttumenn fyrir lýðræði og frelsi, kvennahreyfingar, umhverfishreyfingar, verkalýðsfélög og baráttumenn með trúarlegan bakgrunn verða að taka höndum saman í andspyrnu sinni gegn þessari viðleitni til að setja Evrópulöndin hvert upp á móti öðru. Við lítum á mótmæli okkar sem hluta af alþjóðlegri hreyfingu gegn erlendum herstöðvum og öðrum búnaði til notkunar í árásarstríði. Þetta er framlag til að skapa frið í Evrópu og um allan heim og til að styðja samfélagið í sínum smæstu einingum við að sýna samstöðu og verja rétt sinn og tryggja opinbert hlutverk sitt. Evrópusambandið og NATO mega ekki taka þátt í þessu nýja hernaðarævintýri Bush-stjórnarinnar. Friður er okkar mikilvægasta verkefni. Við krefjumst þess af þeim sem ábyrgir eru í Evrópusambandinu, sérstaklega Klaus forseta og Kaczynski forseta, að hlusta á vilja almennings í Evrópusambandinu. Við krefjumst þess að þeir hegði sér lýðræðislega og leyfi bindandi almenna atkvæðagreiðslu um þróun gjöreyðingarvopna í löndum sínum. Við höfnum af fullri alvöru hverskyns viðleitni til að ljá áætlunum Bandaríkjanna lögmæti gegnum bak dyr ákvarðanatöku á vettvangi NATO og Evrópusambandsins. Af mismunandi þjóðerni og með fjölbreyttan bakgrunn áköllum við ykkur: Tökum höndum saman til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að forða Evrópu frá því að verða svið nýs vígbúnaðarkapphlaups og ófriðarstefnu. Við heitum á alla að taka þátt í mótmælaaðgerðum og tala við eða skrifa kjörnum fulltrúum sínum, ráðherrum og þjóðhöfðingjum og segja þeim að við viljum ekki nýja ófriðarstefnu og að þetta verði munað við kjörkassann. Þáttakendur í Alþjóðlegri ráðstefnu gegn hervæðingu Evrópu, Prag, 5. maí 2007 (sjá undirskriftir í frumtexta)

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …