BREYTA

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

24Feb07Leafletedit 000 Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. Þá nýta friðarhreyfingarnar þessar samkomur líka til skrafs og ráðagerða og undanfarin ár hafa þeir fulltrúar ýmissa friðarsamtaka sem þarna hittast tekið saman og sent frá sér yfirlit um helstu verkefni og aðgerðir friðarhreyfingarinnar á árinu. Á Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi 20.-25. janúar sl. sendu fulltrúar friðarsamtakanna frá sér eftirfarandi áætlun (Sjá No Bases): 24. febrúar: Aðgerðir í London gegn Trident-flaugum, hersveitirnar verði kallaðar heim frá Írak. (CDN, Stop the War Coalition) 5.-9. mars: Alþjóðleg ráðstefna gegn erlendum herstöðvum verður haldin í Quito og Manta í Ekvador. (No Bases) 17.-20. mars: Alþjóðlegar aðgerðir gegn hernámi Íraks. 29. mars - 1. apríl: Fimmta Kaíró-ráðstefnan í Kaíró í Egyptalandi. (sjá auglýsingu frá StWC) 2. júní: Mótmæli gegn fundi G8-ríkjanna í Rostock í Þýskalandi. Friðarhreyfingar leggi áherslu á mótmæli gegn stríði. (sjá upplýsingar og vefsíður hér) 15. maí: Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir til að minna á flótta (Nakba) Palestínumanna. 7.-9. júní. Alþjóðleg mótmæli til að minna á 40 ára hernám Ísrael í Palestínu. 29. nóvember: Alþjóðlegar aðgerðir til að sýna Palestínumönnum samstöðu. Maí 2008: Friðarráðstefna í Tókíó í Japan ("global article 9 conference to abolish war"). (Nánari upplýsingar: article-9@peaceboat.gr.jp) Helstu kjörorðin eru þessi: Stöðvið stríðið – allt herlið heim! Látið íraska olíu í friði. Öllum bandarískum herstöðvum í Írak verði lokað. Skaðabætur og réttlæti handa íröskum fórnarlömbum og föngum! Stöðvið stríðin! Hernám Ísraels í Palestínu verði stöðvað. Kaupum ekki ísraelskar vörur – refsiaðgerðir gegn ísraelska hernáminu. Látið verði af hótunum gegn Íran. Allt herlið út úr Afganistan. Loftárásum á Sómalíu verði hætt. Stuðningur Bandaríkjanna við stríðsherra í Afríku verði stöðvaður. Leitað verði friðsamlegra lausna í Darfur í stað hernaðaríhlutunar. Hætt verði að skerða mannréttindi og borgarlegt frelsi í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum.

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …