BREYTA

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

24Feb07Leafletedit 000 Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. Þá nýta friðarhreyfingarnar þessar samkomur líka til skrafs og ráðagerða og undanfarin ár hafa þeir fulltrúar ýmissa friðarsamtaka sem þarna hittast tekið saman og sent frá sér yfirlit um helstu verkefni og aðgerðir friðarhreyfingarinnar á árinu. Á Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi 20.-25. janúar sl. sendu fulltrúar friðarsamtakanna frá sér eftirfarandi áætlun (Sjá No Bases): 24. febrúar: Aðgerðir í London gegn Trident-flaugum, hersveitirnar verði kallaðar heim frá Írak. (CDN, Stop the War Coalition) 5.-9. mars: Alþjóðleg ráðstefna gegn erlendum herstöðvum verður haldin í Quito og Manta í Ekvador. (No Bases) 17.-20. mars: Alþjóðlegar aðgerðir gegn hernámi Íraks. 29. mars - 1. apríl: Fimmta Kaíró-ráðstefnan í Kaíró í Egyptalandi. (sjá auglýsingu frá StWC) 2. júní: Mótmæli gegn fundi G8-ríkjanna í Rostock í Þýskalandi. Friðarhreyfingar leggi áherslu á mótmæli gegn stríði. (sjá upplýsingar og vefsíður hér) 15. maí: Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir til að minna á flótta (Nakba) Palestínumanna. 7.-9. júní. Alþjóðleg mótmæli til að minna á 40 ára hernám Ísrael í Palestínu. 29. nóvember: Alþjóðlegar aðgerðir til að sýna Palestínumönnum samstöðu. Maí 2008: Friðarráðstefna í Tókíó í Japan ("global article 9 conference to abolish war"). (Nánari upplýsingar: article-9@peaceboat.gr.jp) Helstu kjörorðin eru þessi: Stöðvið stríðið – allt herlið heim! Látið íraska olíu í friði. Öllum bandarískum herstöðvum í Írak verði lokað. Skaðabætur og réttlæti handa íröskum fórnarlömbum og föngum! Stöðvið stríðin! Hernám Ísraels í Palestínu verði stöðvað. Kaupum ekki ísraelskar vörur – refsiaðgerðir gegn ísraelska hernáminu. Látið verði af hótunum gegn Íran. Allt herlið út úr Afganistan. Loftárásum á Sómalíu verði hætt. Stuðningur Bandaríkjanna við stríðsherra í Afríku verði stöðvaður. Leitað verði friðsamlegra lausna í Darfur í stað hernaðaríhlutunar. Hætt verði að skerða mannréttindi og borgarlegt frelsi í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi