BREYTA

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

24Feb07Leafletedit 000 Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. Þá nýta friðarhreyfingarnar þessar samkomur líka til skrafs og ráðagerða og undanfarin ár hafa þeir fulltrúar ýmissa friðarsamtaka sem þarna hittast tekið saman og sent frá sér yfirlit um helstu verkefni og aðgerðir friðarhreyfingarinnar á árinu. Á Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi 20.-25. janúar sl. sendu fulltrúar friðarsamtakanna frá sér eftirfarandi áætlun (Sjá No Bases): 24. febrúar: Aðgerðir í London gegn Trident-flaugum, hersveitirnar verði kallaðar heim frá Írak. (CDN, Stop the War Coalition) 5.-9. mars: Alþjóðleg ráðstefna gegn erlendum herstöðvum verður haldin í Quito og Manta í Ekvador. (No Bases) 17.-20. mars: Alþjóðlegar aðgerðir gegn hernámi Íraks. 29. mars - 1. apríl: Fimmta Kaíró-ráðstefnan í Kaíró í Egyptalandi. (sjá auglýsingu frá StWC) 2. júní: Mótmæli gegn fundi G8-ríkjanna í Rostock í Þýskalandi. Friðarhreyfingar leggi áherslu á mótmæli gegn stríði. (sjá upplýsingar og vefsíður hér) 15. maí: Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir til að minna á flótta (Nakba) Palestínumanna. 7.-9. júní. Alþjóðleg mótmæli til að minna á 40 ára hernám Ísrael í Palestínu. 29. nóvember: Alþjóðlegar aðgerðir til að sýna Palestínumönnum samstöðu. Maí 2008: Friðarráðstefna í Tókíó í Japan ("global article 9 conference to abolish war"). (Nánari upplýsingar: article-9@peaceboat.gr.jp) Helstu kjörorðin eru þessi: Stöðvið stríðið – allt herlið heim! Látið íraska olíu í friði. Öllum bandarískum herstöðvum í Írak verði lokað. Skaðabætur og réttlæti handa íröskum fórnarlömbum og föngum! Stöðvið stríðin! Hernám Ísraels í Palestínu verði stöðvað. Kaupum ekki ísraelskar vörur – refsiaðgerðir gegn ísraelska hernáminu. Látið verði af hótunum gegn Íran. Allt herlið út úr Afganistan. Loftárásum á Sómalíu verði hætt. Stuðningur Bandaríkjanna við stríðsherra í Afríku verði stöðvaður. Leitað verði friðsamlegra lausna í Darfur í stað hernaðaríhlutunar. Hætt verði að skerða mannréttindi og borgarlegt frelsi í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …